Þolfallssýki

Það kannast allir við hina grafalvarlegu og bráðsmitandi þágufallssýki, ekki satt?

Ég er að hugsa um að hafa samband við landlækni því ég tel mig vera búna að uppgötva nýtt afbrigði málfarsfarsóttanna - þolfallssýki Shocking.

Þolfallssýki lýsir sér þannig að sjúklingnum er með öllu ómögulegt að átta sig á hverjar ópersónulegu sagnanna taka með sér þágufall. Í alvarlegum tilfellum stendur sjúklingurinn á því föstum fótum að ALLAR ópersónulegar sagnir taki með sér þolfall!

Þetta er auðvitað háalvarlegt mál.

Það er spurning hvort sjúkdómsfræðingarnir sem lengstum hafa barist gegn þágufallssýki taki þessu nýja afbrigði fagnandi - það gæti jú gjörsamlega útrýmt þágufallssýkinni - eða hvort þolfallssýkin muni teljast jafnmikil vá og jafnvel enn verri?

Ég titra af spenningi!

Þar til næst...

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þessi sjúkdómur sé meira á geðræna sviðinu. Óttinn við að smitast af þágufallssýki er svo gífurlegur að heilinn bregður á það ráð að nota þágufall helst ekki neitt!!

Marta (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Guðrún Gyða Árnadóttir

Það er alveg á hreinu að yfirvöld hér á landi hafa verið að einbeita sér að röngum hlutum....hvaða vitleysa er það í fólki að vesenast í einhverri bankavitleysu þegar þolfallssýki ríður húsum? Ég krefst þess að gripið sé til aðgerða. Birgitta...fáum Bubba í að semja lag um málið!....Tja..ef hann væri talandi það er að segja...heheheeee.....

Guðrún Gyða Árnadóttir, 22.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband