Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

And the Mom of the Year Award goes to........

Jæja, þá er maður kominn heim í kotið sitt. Mikið er nú alltaf ljúft að koma heim, sama hvað er gaman að vera í útlandinu þá segi ég sko með sanni að það er No Place Like Home (tap tap tap).

Veit ekki hvort allar konur eru svona en ég er alla vega þannig að ég var farin að undirbúa brottför 3-4 dögum fyrir brottfarardag. Var búin að pakka niður í huganum, cirka út hvað færi í hvaða tösku, byrjuð að flokka óhreinu fötin í sér tösku og skipuleggja mér tíma þar sem ég gæti pakkað öllu klabbinu ein í friði (sendi hellisbúann á ströndina með afkvæmin).

Svo þurfti Hellisbúinn að skemma allt með því að ákveða að skjótast til Berlínar frekar en að koma með okkur heim og þá þurfti ég að byrja Planið alveg upp á nýtt - hann þurfti jú að taka með sér eina töskuna... 
Það tókst þó á endanum að rearegera Planinu skv þessu en þegar ég var að fara yfir þaðí huganum þá rann upp fyrir mér að ég myndi koma ein heim með börnin, 2 töskur fullar af óhreinum fötum (orðið að óhreinu taui í huganum) og þar sem húsið mitt er ekki sjálfhreinsandi, myndu allsherjarþrif bíða mín líka - OJBARASTA!!

Ég get sko alveg viðurkennt að þetta hvarflaði nokkrum sinnum að mér síðustu dagana og mig langaði helst að framlengja ferðinni - helst framlengja þar til Hellisbúinn kæmi heim, fengi ógeð og réði nýja þrífu Koss en það var ekki mjög raunhæfur kostur (sérstaklega þar sem skítaþröskuldur Hellisbúans er mjög hár!).

Jæja, það var ekkert við þessu að gera nema bæta allsherjarþrifum á planið og brosa.

Ferðin heim gekk eins vel og 5 tíma ferð með þreytt börn og tveggja vikna farangur 5 manna fjölskyldu getur gengið Glottandi- sumir svoldið pirraðir og aðrir frekar þreyttir og allir frekar lúnir.

Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég varð glöð - glöð er eiginlega ekki rétta orðið, hamingjusöm er nærri lagi - þegar ég opna dyrnar og á móti mér tekur þessi dýrindis Ajax angan. Ég hélt ég væri komin með ofskynjanir!
Aldeilis ekki! Yndislegasta múttan í heiminum (sem hefur örugglega nokkuð oft staðið í þeim sporum sem ég stóð í í dag) sendi bara þrífuna sína á húsið mitt! Með Kirbyinn og allt!
Ég verð að játa að ég hreinlega táraðist! Og er búin að vera syngjandi glöð og kát í dag!
Þessi gjöf fer sko á topp 10 listann yfir bestu gjafir ever Brosandi.

Og nú er ég trallandi í þvottinum - sem, ótrúlegt en satt, minnkaði bara um helming vð þetta og sé fram á yndislega ljúfa helgi í kósílegheitum.

Hattinn ofan fyrir þér elsku mamma ...

B


Sólarkvedjur og toffaraístrur

Mátti til med ad setjast nidur vid tolvuna og pikka inn eina faerslu frá Mallorca.
Sérstaklega thar sem hitinn er gjorsamlega óbaerilegur thessa stundina - ca 40 í sundlaugagardinum segir hótelbarthjónninn mér - og skúran er ad thrífa herbergid mitt.
Svo er reyndar alveg einstaklega kyrrt og fridsaelt hérna í lobbíinu, eitthvad sem mig sárlega vantar eftir hávadann, gargid og laetin í sundlaugagardinum! Og sko alls ekki bara í bornunum - ónei ekki aldeilis! Hér er nefnilega allt fullt af Bretum sem eru í HM fíling daudans!
Vid erum ad tala um fimmtuga karlmenn sem klaedast í pils og med gervifléttur í hofdinu og horfa á alla leiki Bretlands og haga sér svo eins og verstu smákrakkar á daginn. Mesta sportid ad fleygja hverjum odrum útí og ég held ad their gefi stig eftir thví hve mikid klaeddur sá sem their ná oní er....
Mjog fyndid ad horfa á karlana hérna. Thad er ákvedin týpa, svona sem ég hefdi einu sinni (fyrir langa, langa longu) heillast af. Svona gaurar med frekar sítt hár Koss. Alltaf frekar miklir toffarar og svolitlir kroppar. Núna eru thessar týpur alveg eins, med sama sída hárid, med tattúin sín og í somu fotunum en mjúúúúúkir - sumir meira ad segja med ístru...  Ekki smart!!!  Frekar antismart eiginlega bara...  Má ég frekar bidja um thá klippta og í jakkafotum (thó ístran sé tharna líka Koss)

Jaeja, bornin komin ad ná í múttuna, ekkert gaman nema hún sé nálaegt ;).

Bid ad heilsa ykkur ollum í rigningunni, rokinu og kuldanum heima.... hugsa til ykkar á hverjum degi (hehehe).

B


Vinátta

Þegar ég var lítil hélt ég að vinir entust að eilífu - svona eins og demantar.
Ég man þegar ég var 5 eða 6 ára átti ég Bestu bestu vinkonu. Amma hennar bjó í sama húsi og ég og við lékum mikið saman. Í garðinum var (í minningunni) RISASTÓRT grenitré - það náði alveg lengst upp í himinn. Eitthvert vetrarkvöldið vorum við úti í garði að leika í snjónum, ég man að tréð var skreytt með jólaseríu og nokkrar perurnar náðu alveg niður að jörðu. Þarna í frostinu og snjónum lágum við og bjuggum til snjóhús fyrir perurnar sem lágu niður við jörð, sömdum þvílíka dramatík í kringum þetta og nutum okkar í botn. Þetta var svona móment þar sem allt annað hvarf og það vara bara ég og hún og ljósaperurnar og snjórinn - magical.
Eitthvað höfum við upplifað vináttuna sterkt þarna því við ákváðum að við myndum alltaf! alltaf muna þetta augnablik.
Ég man það enn.
Svo flutti ég í burtu og þar með endaði sú vinátta.

Síðan þá hef ég átt margar vinkonur - misgóðar eins og gengur og gerist en margar "bestu" vinkonur. Ég er meira að segja svo heppin að sumar þeirra eru ennþá "bestu" vinkonur mínar. Það er ótrúlegt hvað vinkonur deila miklu með hverri annarri og hvað þær taka mikinn þátt í lífi hverrar annarrar.  Boyfriends come and go but friends are forever.
Eða það hélt ég.
Það er ferlega skrítið að missa vin. Þá meina ég ekki að vinur manns látist heldur að hann hafi ekki áhuga á vináttunni lengur og hætti að hafa samband. Láti svona pent í það skína að vináttu þinnar sé ekki óskað lengur.
Það er skrítið að loka á 20 ára sögu. Að hafa gengið gegnum súrt og sætt, súrara og sætara, súrast og sætast saman en svo er hurðinni bara skellt á það allt saman. Og þú veist ekki einu sinni almennilega hvers vegna.

Það er samt yndislegt að finna að sama hvað maður verður gamall getur maður alltaf eignast nýja vini. Og stundum er maður svo heppinn að maður eignast, á gamals aldri Koss, vini sem eru eins og maður hafi kynnst þeim þegar maður var 5 eða 6 ára. Þó maður hafi bara þekkt viðkomandi í nokkra mánuði. Það er náttúrulega BARA snilld Ullandi.

Þar til næst...

B


Þreyta og slen

Skil ekki hvað er að mér þessa dagana, er alveg að leka ég er alltaf þreytt!
Kannski of mikið frí?
Varla, bara búin að vera í fríi í 2 vikur.

Vona að ég hressist úti í sólinni á Mallorca, væri agalegt að vera svona sloj allt fríið.
Kannski vantar mig bara lærdóm til að koma mér í stuð Óákveðinn?

Þar til næst...

B


Innlögn á geðdeild vegna tölvuleikja

Ég er örugglega versta mamma í heiminum því ég takmarka leikjatölvunotkunina hjá börnunum mínum en Þetta styrkir mig enn meira í að viðhalda ákveðnum "spilatímum".


Tekið af Vísi.is
Lagðir inn vegna tölvuleikjanotkunar

Dæmi eru um að ungir drengir séu lagðir inn á geðdeild vegna gegndarlausrar tölvuleikjanotkunar. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir mikla tölvuleikjanotkun algenga hjá unglingum sem koma í meðferð.

Tölvuleikjanotkun ungmenna hefur færst verulega í vöxt síðustu misserin og heilbrigðiskerfið fer ekki varhluta af því. Það er orðið töluvert algengt að gegndarlaus tölvuleikjanotkun sé stór hluti vandamála hjá unglingum sem koma á barna- og unglingageðdeild. Í langflestum tilvikum er um drengi að ræða.

Eins og stundum er ekki gott að meta hvað er hænan og hvað eggið, það er hvort geðrænir erfiðleikar valdi óhóflegri tölvuleikjanotkun, eða hvort tölvuleikirnir séu orsök vandans. Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, segir að í verstu tilvikunum sé þó ljóst að tölvuleikjanotkunin hafi slík áhrif á líf unglinga að hún sé beinlínis ástæa innlagnar á geðdeild.

Þetta er auðvitað bara hrikalegt.

Þar til næst...

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband