Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Orkusuga?

Orkan mín kom aftur - með hvelli og látum!!! 
Jibbí jey!!!

Vaknaði í morgun, nennti ekki að lesa fleiri bækur og reif því útúr öllum baðskápum. Henti 10 ára gömlum snyrtivörum án þess að blikna. 5 ára gömlu hársnyrtivörurnar fóru sömu leið. Dittó lyf, krem, sápur og margt, margt fleira sem hefur fengið að flytja með mér milli íbúða undanfarin 7 ár en ekki verið notað síðan 1700 og súrkál. Þetta var þvílíkt liberating, mér líður eins og nýrri manneskju!

Þegar þetta var búið var ég svo uppfull af nýrri, óskiljanlegri orku að ég réðist á búrið. Brotnir blómapottar, jólaskraut sem (sökum hallærisleika eða annarlegs ástands) hefur ekki fengið að fara ofan í jólaskrautskassann, hálfklárað páskaskraut barnanna, allt fékk þetta að fjúka - í ruslið!

Settist við eldhúsborðið og dáðist að sjálfri mér fyrir að gera loksins það sem mig er búið að langa til að mig myndi langa að gera í allt sumar. Og áttaði mig á að ég var bara alls ekki komin með nóg! Hvað gat ég tekið næst? Júbb - geymslan!!! Úffpúff!

Úr geymslunni fóru 3 pokar fata, 2 pokar leikfanga, 1 poki skóa, 3 stk. ferðataska og 2 pokar rusls í Sorpu - sweeeeet.

Þegar mesti hamurinn var runninn af mér (ca við innganginn á fýlufeninu Sorpu) fór ég að spá hvað í ósköpunum fékk mig til þess að vaða í þetta í dag frekar en í gær? eða fyrradag? eða bara einhvern af þeim ótalmörgu dögum sem ég hef haft undanfarinn mánuð?
Og komst að niðurstöðu!
Þetta er allt Hellisbúanum að kenna!
Þegar hann er á landinu sogar hann úr mér alla orku. Og þá hef ég ekki kraft til að gera nokkurn skapaðan hlut. Og geri því mest lítið nema lesa.
Hann er varla farinn úr landi þegar ég rýk á fætur og þeytist um allt með Ajax og svarta ruslapoka. Og hendi stöffi eins og mér sé borgað fyrir það!
Hellisbúinn er semsagt orkusuga (damn! að hann skuli ekki geta verið ryksuga...)!

Annað - sem ég ætti kannski ekki að viðurkenna fyrir nokkrum manni - er að nú er ég komin með fullt af plássi fyrir fullt af stöffi sem mig langar svooooo að kaupa mér....

Talandi um vítahring....

B


Til hamingju Marta og Óli

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_myndirnar_minar_blom_fyrir_mortu.jpg

Með daginn - vona að hann hafi verið alveg yndislegur.

Bestu kveðjur,

B

 


Sumarbúðir...

Eva og Úlfhildur í Ölveri

Jæja, þá eru bæði börnin mín komin úr sumarbúðunum - mikið er nú gott að vera búin að fá þau heim.  Bæði skemmtu sér svona líka rosalega vel og bæði komu þau foreldrum sínum á óvart.

Hann ,vegna þess að litli strákurinn minn sem var svoldið hræddur og lítill í sér, hefur gjörsamlega losað sig við allt slíkt. Hann lærði á kanó og árabáta, tálgaði sér boga og örvar og fann leynivirki um allan skóg. Hann stóð upp í hárinu á einhverjum búllís og lét það ekki á sig fá þó hann týndi öllum vinum sínum heldur fann sér bara eitthvað annað að gera. 

Hún, vegna þess að hún var svo óþekk að það kom til greina að senda hana heim. Sum ykkar halda kannski að ég sé eitthvað delúded að finnast þetta skrítið en málið er bara að þó hún sé algjör orkubolti hún dóttir mín, þá fæ ég yfirleitt komment á það hvað hún er kurteis og hlýðin þegar hún er hjá ókunnugum. Þetta var auðvitað leyst og tekið á þessu af röggsemi og vonandi hefur hún lært eitthvað á þessu.

Börnin komu þannig heim alsæl með ævintýrin. Ég mæli líka með þessu við alla foreldra, sérstaklega að senda systkini ekki saman eða á sama tíma. Þau náðu bæði að vera farin að sakna hins - eitthvað sem ég átti ekkert sérstaklega von á áður en þau fóru Koss og ég náði að knúsa þau og dekra að vild án þess að hitt yrði abbó eða fyndist á sig hallað.

Þar til næst... (farin út í sólina).

B


Testing

Árni í Vatnaskógi

Nú er ég að gera tilraun, hefur aldrei tekist að setja mynd hingað inn.

 


Áhyggjur

Jæja, þá er frumburðurinn farinn í sumarbúðir. Í fyrsta skipti sem hann fer einn - án systra sinna - og mér finnst það einhvern veginn helmingi erfiðara en þegar þau fóru öll saman.

Það er ótrúlegt hvernig hugurinn á mér lætur, ég get ekki einbeitt mér því það eru alltaf að poppa upp í hugann á mér myndir af því sem gæti farið úrskeiðis Fýldur.

Ég veit samt að hann mun alveg spjara sig, vildi bara að ég gæti verið hjá honum til að hjálpa honum við það Koss. Ég veit ekki hvort okkar hefur betra af þessu, ég eða hann, líklega bara bæði. Að ég tali ekki um litlu systur sem fær nú að hafa mömmu og pabba alveg fyrir sig - endalausa athygli sem yngsta barn fær líklega sjaldan eða aldrei að njóta.

Ætla að hætta að hugsa um frumburðinn og einbeita mér að yngsta skottinu, veit að afarnir hans passa upp á hann fyrir mig.

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband