Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Orð í litum

Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt orð og bókstafir eigi sér sína ákveðnu liti. 

Það var ekki fyrr en Hellisbúinn fékk hláturskast yfir því að nafnið hans væri húðlitað að það hvarflaði að mér það væru ekki allir svona.
Hellisbúinn var alveg með það á hreinu að ég væri bara að bulla, hló bara og kom með fyndin komment (GetLost).
Ég held hann hafi haldið að ég væri að búa þetta til - af hverju ég hefði átt að gera það veit ég svosem ekki.

Ég er auðvitað ekki hrifin af því að vera álitin bullukollur svo ég fór á stúfana og reyndi að finna einhver dæmi um þetta. Það gekk ekkert voðalega vel því ég vissi ekki að hverju ég var að leita.
Datt svo á endanum inn á Vísindavef Háskólans, sem er einn skemmtilegasti vefur sem ég veit og fann þar allar upplýsingar um þetta fyrirbæri sem heitir víst samskynjun.

Komst að því að það að sjá orð og bókstafi í litum er algengasta samskynjunin.
Hún getur samt verið á ýmsa vegu eins og þessi kafli greinarinnar sýnir:

Fleiri dæmi um samskynjun eru að sjá tóna eða tónlist í litum og að finna bragð af orðum. James Wannerton frá Blackpool í Englandi segist til að mynda alltaf hafa fundið bragð af beikoni þegar hann hafði yfir þessa línu úr Faðirvorinu í skóla: “Fyrirgef oss vorar skuldir.”

Ekki amalegt það Wink.

Þar til næst...

B


Tæring í skólplögnum?

Það þarf nú ekki mikið ímyndunarafl til að ímynda sér að þetta hafi ekkert með tæringar í skólplögnum að gera. Væri mjög gaman að heyra hvort það sé fræðilega mögulegt að 100 metra djúp hola myndist vegna tæringar í skólplögnum.

Hola

Þar sem ég hef mjög auðugt ímyndunarafl fara þvílíkar samsæriskenningar um kollinn á mér.

Þetta er örugglega leynileg aðgerð ríkisins, þeir eru að kanna ný stríðsvopn, losa sig við rottur eða bara losa sig við fátæktina.
Kannski var vörubíllinn fullur af leynilegum úrgangi frá hræðilegri tilraunastöð.
Eða þetta voru geimverur að ná sér í tilraunadýr, komnar með leið á því að pikka alltaf bara einn og einn af fáförnum vegum í Amríkunni.

Ég gæti haldið svona áfram en sé lítinn tilgang með því.
Er líka upptekin við að reyna að ná í pípulagningamann til að athuga skólprörin undir húsinu mínu!

Þar til næst...

B


mbl.is Risahola gleypti nokkur hús í Gvatemala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökum andleysis..

eða bara andlegs tómleysis fáið þið bara brandara:

Saying The Right Thing

Jack wakes up with a huge hangover after attending his company's Christmas Party. Jack is not normally a drinker, but the drinks didn't taste like alcohol at all. He didn't even remember how he got home from the party. As bad as he was feeling, he wondered if he did something wrong.

Jack had to force himself to open his eyes and the first thing he sees is a couple of aspirins next to a glass of water on the side table. And, next to them, a single red rose! Jack sits up and sees his clothing in front of him, all clean and pressed. He looks around the room and sees that it is in perfect order, spotlessly clean. So is the rest of the house. He takes the aspirins, cringes when he sees a huge black eye staring back at him in the bathroom mirror. Then he notices a note hanging on the corner of the mirror written in red with little hearts on it and a kiss mark from his wife in

Lipstick:

"Hon ey, breakfast is on the stove,

I left early to get groceries to make you your favorite dinner tonight.

I love you, darling! Love, Jillian"

He stumbles to the kitchen and sure enough, there is hot breakfast, steaming hot coffee and the morning newspaper. His son is also at the table, eating. Jack asks, "Son... What happened last night?"

"Well, you came home after 3 A.M., drunk and out of your mind. You fell over the coffee table and broke it, and then you puked in the hallway, and got that black eye when you ran into the door.

Confused, he asked his son, "So, why is everything in such perfect order and so clean? I have a rose, and breakfast is on the table waiting for me??"

His son replies, "Oh THAT! Mom dragged you to the bedroom, and when she tried to take your pants off, you screamed, "Leave me alone, I'm married!!"

Broken Coffee Table $239.99

Hot Breakfast $4.20

Two Aspirins $.38

Saying the right thing, at the right time. . . PRI CELESS!!!


Svona fyrir þá sem ekki vita

Kannast þú ekki við það að hafa rætt eitthvað mál við svo marga og svo oft við suma að þú heldur að allir viti allt um málið?
Þannig er það með þessa fyrirhuguðu flutninga okkar Smile.
Þetta er búið að vera í umræðunni í hátt í 2 ár svo það að þetta sé loksins komið á skrið eru ekki neinar sérstakar fréttir - fyrir suma.
Fyrir aðra eru þetta stórfréttir því þeir hafa ekkert fylgst með pælingunum - við ætlum, við ætlum ekki, við ætlum, ætlum ekki...

Það eru svo margir nákomnir sem koma af fjöllum við þessi skrif mín um tilvonandi brottflutninga og því kemur hér smá skýring.

Ég bloggaði um það um daginn að ég ætti helgareiginmann og börnin helgarpabba. Það er vegna þess að Hellisbúinn er búinn að vera með annan fótinn í útlandinu frá því síðasta sumar.
Hann er kominn með skrifstofu í miðri NYC og kemur bara heim, eins oft og hann getur, til að hitta okkur.
Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar svo við börnin ætlum að flytja til hans (að ástandið yrði svona var vitað með dágóðum fyrirvara og því er þetta búið að vera í umræðunni svona lengi).

Við stefnum á að búa úti í 2-4 ár, svona eftir því hvernig gengur hjá Hellisbúanum og hvernig þetta leggst í okkur.

Ég ætla að halda áfram í fjarnáminu, flýg bara til Íslands í staðlotur og þ.h.

Krakkarnir fara í elementary, middle og high school Smile - já, skábarnið mitt stefnir nefnilega á að koma með okkur, alla vega í eitt ár.

Við erum reyndar ekki komin með öll leyfi á hreint, það tekur víst smá tíma og pappírstilfærslur, en samkvæmt öllu á þetta ekki að vera neitt mál.

Væntanlegt hús í USA mun verða með fínum gestaherbergjum því við viljum endilega fá sem flesta í heimsókn Wink.

Ooooog já, er þetta ekki bara ágætis skýrsla?

Þar til næst...

B


Þjóð veit þá þrír vita

Dóttir mín tilkynnti mér í morgun að það viti ALLIR að hún sé kannski að fara að flytja til Njú Jork.
Hún sagði nefnilega bestu vinkonu sinni það og sú byrjaði á að segja kennaranum þeirra og svo öllum sem nenntu að hlusta Wink.
Það var svosem alveg saklaust, eins og staðan er í dag er þetta 99% öruggt, en þetta var tilvalið tækifæri til að slengja fram þessu fína orðatiltæki og ræða merkingu þess.
Það er reyndar frábært að þetta hafi ekki gerst fyrr, það er svolítið síðan við byrjuðum að ræða þetta við börnin til að venja þau við tilhugsunina.

Þau tóku þessu ekkert voðalega vel í byrjun.
Fyrsta hugsunin var auðvitað vinirnir. Sponsið hafði mestar áhyggjur af því að besta vinkonan yrði búin að eignast nýja bestu vinkonu og vildi þess vegna ekki flytja.
Frumburðurinn tók betur í þetta, sagði að þetta yrði bara eins og einn laaaaaangur enskutími. Hann var sáttur ef við verðum ekki of lengi og ef við flyttum aftur í Árbæinn.

Í dag eru þau mikið sáttari, jafnvel farin að hlakka til.
Ég fæ samt alltaf öðru hvoru spurningar eins og...

"Er til mjólk í Njú Jork?"
"Er strönd í Njú Jork?"
"Eru til kóngulær sem bíta í Njú Jork?"
"Þarf maður að vera í skólabúning í skólanum?"
"Eru jól í Amríku?"
"Megum við gera grikk eða gott?"
"Eru ljón í Njú Jork? En, krókódílar? En, ísbirnir? En, eiturslöngur? En, kyrkislöngur? En...

Þið skiljið...?

Vona bara að þau verði ekki fyrir vonbrigðum þegar þau komast að því að maður þarf líka að taka til í herberginu sínu, læra heima og fara snemma í háttinn þó maður búi í Njú Jork.

Þar til næst...

B


Sverðkettir og Fíasól

Er að gera ritgerð og er á kafi í pælingum um námskrár, hvað á að kenna, hvernig og af hverju?

Margar mjög skemmtilegar pælingar en skemmtilegust þykir mér pælingin um sverðkattanámskrár. Hugtakið kemur fram í sögu sem var skrifuð 1939 og segir í stuttu máli frá ættflokki á steinöld sem kenndi börnunum sínum nytsamlegar aðferðir til að lifa af, m.a. bestu leiðina til að hræða burtu sverðketti. Nokkrum kynslóðum seinna dóu sverðkettirnir út en nýjar hættur steðjuðu að ættflokknum. Framsýnir einstaklingar vildu þá fara að kenna börnunum aðferðir við að bæla þeirri hættu frá en aðrir vildu halda áfram að kenna gömlu aðferðirnar þrátt fyrir að þær hefðu engan tilgang lengur. 

Þetta fær mann til að spá hvort allt það sem börnin læra í skólum í dag sé þeim gagnlegt eða hvort eitthvað sé eingöngu kennt "af því það hefur alltaf verið kennt".

Fær mann líka til að spá í hvað er mikilvægast að kenna nemendum í dag? Hvaða eiginleikar munu gagnast þeim best í lífinu? Hvaða færni er nauðsynleg? Og síðast en ekki síst, á skólinn að kenna þetta allt eða á sumt að vera hlutverk heimilanna?

Ég er alveg komin í hringi í þessum pælingum og ætla því að taka mér frí frá þeim það sem eftir lifir dags.
Ætla frekar að kíkja á efni næstu ritgerðar.
Til þess þarf ég að lesa barnabók og Fíasól í hosiló varð fyrir valinu.
Hlakka mikið til að kíkja í heiminn hennar, hef heyrt að hún sé skondin og skemmtileg stelpa Smile.

Þar til næst...

B


Öryggi

Sá þessa flottu setningu á einum bloggrúntinum mínum:
“You cannot discover new oceans unless you have the courage to lose sight of the shore”

Þessi setning er eins og skrifuð um mig.
Ég er þessi sem skortir hugrekki til að uppgötva nýja hluti og breyta til.

Ég veit ekki hvaðan þessi þörf fyrir öryggi kemur, en ég vil helst vita nokkuð nákvæmlega hvað er framundan, hvar ég verð, hvenær og hvernig.

Það hefur verið í umræðunni nokkuð lengi að við fjölskyldan flyttum westur yfir haf vegna vinnu Hellisbúans.
Meðan það var bara í umræðunni þótt mér það voðalega spennandi.
Fór á fullt að skoða svæði, skóla, hús og fleira.
Núna er þetta að verða að alvöru!
Og þá er þetta ekki alveg eins spennandi.
Eiginlega meira bara svolítið hrikalegt.

Tilhugsunin um að selja húsið mitt og leigja hús í útlandinu, eiga engar fastar rætur neins staðar, eiga ekki einu sinni heimilið mitt - var frekar óþægileg.
Og öll óvissan! Herre gud!
Hvernig á þetta eftir að leggjast í börnin?
Hvernig á þeim eftir að ganga að aðlagast nýjum skóla þar sem enginn talar þeirra tungumál?
Og hvernig á mér eftir að ganga?
Þekki engan?
Engin mamma í næsta húsi, engir vinir til að kíkja til í kaffi eða fá í heimsókn.
Engin lærdómspartner til að læra með (eða borða bakkelsi með).

Svo hugsaði ég hversu auðvelt það væri að flytja bara aftur heim til Íslands.
Það sagði enginn að ég þyrfti að búa í Bushlandi forever after.
Þá náði ég andanum aftur (NB þetta var nokkrum vikum seinna).
Og ákvað að líta á þetta sem ævintýri og tækifæri - fyrir okkur öll.
Mikið held ég að ég muni hafa gott af þessu!

Svo nú er ég að fara á fullt aftur. Skoða hús og skóla og finna besta staðinn fyrir okkur til að vera á. Skóla sem tekur vel á móti börnum með ensku sem "second language" og hús með fullt, fullt af gestaherberjum fyrir alla sem EIGA að koma í heimsókn.

Þar til næst...

B


Samtal

Ég: Hellisbúi, hefurðu séð svörtu sokkabuxurnar mínar einhvers staðar?

Hellisbúinn: Æji, ég er í þeim.

Ég: Hvað meinarðu? Ég þarf að nota þær..

Hellisbúinn: En það er lykkjufall á mínum..

Ég: Só!? Kauptu bara þínar eigin sokkabuxur..

Hellisbúinn: En ég er að fara á mikilvægan fund með KPMG, ég get ekki farið sokkabuxnalaus eða í sokkabuxum með lykkjufalli. Geturðu ekki bara verið í buxum?


Neibb, sé þetta ekki alveg fyrír mér...

Þar til næst...

B - enn að spá í karlmenn í sokkabuxum


Þvílíkur óbjóður

Þetta er væntanlega gert fyrir metrómanninn, það hlýtur bara að vera. Hipp og kúl
Er það ekki metróinn sem rakar eða vaxar sig hátt og lágt?
Eða eru það bara hnakkar?
Verð að viðurkenna að ég er ekki alveg inn í þessum málum... 

Veit bara að það er frekar subbulegt að sjá loðna leggi í næloni.
Þannig að þessir menn hljóta að eiga að raka/vaxa á sér leggina.
Eins og margir þeirra raka/vaxa bringuna og bakið.

Veit fátt hallærislegra en karlmann með brodda á bringu/baki - eða bara nokkurs staðar ef út í það er farið, nema auðvitað í vöngunum.
Finnst það bara akkúrat ekkert karlmannlegt.
Eiginlega bara frekar kvenlegt.

Er ég kannski bara orðin gömul og úrelt???
Eða bara svona rosalega föst í staðalmyndum kynjanna?
Er það þetta sem jafnréttið snýst um?

Þar til næst...

B - forpokuð og ómóðins


mbl.is Sokkabuxur fyrir karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrufegurð

Fórum við rætur Snæfellsjökuls um síðustu helgi.
Skíðuðum aðeins og lékum okkur í snjónum.
Gekk á með hinum ýmsu veðrum og fegurðin gerði mann orðlausan.


Orðlaus

Þar til næst...

B


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband