Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Skipulag

Varð bara að hnupla þessari mynd af annarri bloggsíðu - hún á svooo vel við mig. Allt í skipulagi, listum og plönum. Veit ekki hversu oft ég get ekki skipulagt nákvæmlega sama hlutinn - örugglega endalaust (spurjið bara samstarfskonurnar mínar í æfingakennslunni Wink).

Mitt líf

Þar til næst...

B


Ritskoðað blogg

Áttaði mig allt í einu á því að þegar börnin manns eru orðnir bloggvinir þá er nauðsynlegt að ritskoða enn frekar það sem maður lætur flakka hérna inni.

Það er nú samt ekki laust við að móðurhjartað slái af stolti yfir fyrstu skrefum afkvæmanna í bloggheimum. Nú þyrfti Hellisbúinn bara að fara að blogga og þá væri öll fjölskyldan komin með alter ego í vefheimum.

(samt alveg spurning hvort maður fái sér laumublogg undir dulnefni Joyful).

Þar til næst...

B


Góður ;)

Three men were sitting together bragging about how they had given their new wives duties.

The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she was to do the dishes and house cleaning.
It took a couple days, but on the third day he came home to a clean house, dishes washed and put away.

The second man had married a woman from Nebraska. He had given his wife orders that she was to do all the cleaning, do the dishes and the cooking.
The first day he didn't see any results, but the next day it was a little better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done and there was a huge dinner on the table.

The third man had married a girl from Iceland. He told her that her duties were to keep the house clean, dishes washed, lawn mowed, laundry washed and hot meals on the table for every meal.
He said the first day he didn't see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher.

Þar til næst...

B


Bekkjarkerfi í Bandaríkjunum?

Getur einhver sagt mér hvernig skólarnir og bekkirnir skiptast í USA?
Hvað eru börn gömul þegar þau byrja í 1st grade, hve gömul fara þau upp í Middle School, hve gömul byrja þau í High School og hve gömul eru þau þegar þau ljúka High School?

Er þetta sambærilegt við Ísland?
6 ára í 1. bekk, 10 ára á miðstig, 13 ára í elsta stig og 16 ára þegar þau ljúka?

B


Bissí bissí kona

Ekkert að frétta svosem, vildi bara láta vita að við erum öll "alive and kicking".

Er búin að vera á haus við að semja kennsluáætlun fyrir æfingakennsluna, nú er pínkulítil pása yfir helgina og svo hefst kennslan á mánudaginn. Verð að kenna næstu tvær vikur, svo staðlota frá helv... svo fermingarveisla skádótturinnar og svo fæ ég að anda yfir blápáskana.
Eftir páskana fer ég svo  beint í að klára verkefni og  fleira áður en próflesturinn hefst.

Efast um að ég skrifi nokkuð af viti hérna inn þar til í maí Errm.

Þar til næst...

B

 


Við hjónin

Ákvað að herma eftir henni Þóru frænku og athuga hvernig við Hellisbúinn pössum saman í raun og veru.

Hrútur og Meyja

Framkvæmdasemi

Hrútur og Meyja eru ólík og samband þeirra því mótað af togstreitu og þörf fyrir málamiðlanir. Til að samband þeirra gangi vel þurfa þau að virða hina ólíku eiginleika hvors annars. Þau þurfa að eiga sín áhugamál í friði og lífsstíll þeirra þarf að vera sveigjanlegur. Þau þurfa að vera athafnasöm en jafnframt að skapa sér öryggi og hafa peningamálin á hreinu. Samband þeirra getur heppnast einna best í tengslum við vinnu, enda bæta þau hvort annað upp á því sviði. Því er líklegt að mikil áhersla verði lögð á vinnu og framkvæmdir í sambandi þeirra.

Árangur og eirðarleysi

Hið jákvæða við sambandið er að Hrúturinn ýtir á Meyjuna og hvetur hana til að horfa framhjá smáatriðum og vera ákveðnari í athöfnum. Meyjan verður hugrakkari og meira drífandi við það að umgangast Hrútinn. Hún dregur aftur á móti úr verstu fljótfærni Hrútsins og hjálpar honum að jarðbinda sig. Þau eiga að geta náð ágætum árangri, því hjá þeim mætast kraftur og jarðbundin skynsemi, en einnig töluverður hreyfanleiki. Þau eru eirðarlaus saman.

Jújú, eitthvað passar nú þarna en alls ekki allt Wink.
Hef t.d. aldrei tekið eftir að Hellisbúann skorti hugrekki eða drifkraft.
Eiginlega þvert á móti...
Kannski er ég bara meyja í dulargervi?

Þar til næst...B

Fyrir þá sem langar að prófa þá fæst þessi viska hér.


Framkvæmdir

Undanfarna viku hefur slotið mitt litið út eins og eftir jarðskjálfta.
Hér hafa iðnaðarmenn verið upp um alla veggi, rifið og tætt, lagað og bætt.
Það er búið að setja ný þrep í stigann - mikið var ég rosalega glöð að losna við 30 ára gömlu teppalufsurnar þegar gömlu þrepin voru rifin!
Þeir hjá Handlögnum stóðu undir nafni og rumpuðu nýjum þrepum og handriðum upp á 2 dögum - og sópuðu sig út!
Nú er búið að rífa út heilt baðherbergi, hefði aldrei geta trúað að það kæmist svona mikið fyrir inni í einu litlu herbergi. Vona að þessi iðnaðarmannahópur verði eins röskur og Handlögnu drengirnir og komi nýja baðinu upp á stuttum tíma.

Á meðan á þessu stendur þýðir sko ekkert að reyna að skúra og þrífa, það verður allt rykugt og ógeðslegt jafnóðum. Ég þarf sko ekki að fara út til að upplifa svifryksmengun!

Annars eru allir fjölskyldumeðlimir voðalega ánægðir og bíða með eftirvæntingu eftir nýja baðherberginu.

Nema kötturinn.
Hún er svoooo ósátt. Hún gengur helst ekki á nýja stiganum, vil heldur láta bera sig upp og niður og ef hún neyðist þá gengur hún löturhægt alveg uppvið vegg. Hún er reyndar flúin núna, meikar ekki lætin sem fylgja baðherbergishræringunum.
Vona bara að hún komi aftur.

Þar til næst...

B


Kveðja

Elsku besta amma mín.

Ég sé þig fyrir mér dansandi við afa, svo tignarlega og fallega, hlæjandi og glaða, eins og þú varst í draumnum mínum í nótt.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þínu lífi, fyrir allt það sem ég fékk að læra af þér og fyrir að hafa fengið að njóta þess sem þú hafðir að gefa.

Þar til næst elsku amma,
Bidda þín


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband