Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hætti við

Ætlaði að blogga en nenni því bara ekki - er ekki gott að vita það?

Þar til næst...

B


Orsök og afleiðing

Þetta er greinilega rétt - ég meina þeir gerðu þessa rannsókn og þetta eru niðurstöðurnar - en það er spurning hvernig maður ætlar að túlka þær?
Kannski svolítið fáránlegt að áætla að stjörnumerkið hafi eitthvað um þetta að segja.
Er ekki líklegra að það að steingeitur eru flestar fæddar í byrjun janúar og fá þ.a.l. bílprófið fyrstar félaga sinna hafi meira með þetta segja en hvort maður sé í stjörnumerkinu steingeit eða ljón?

Myndi halda það sko...

B


mbl.is Fæddur undir stjörnu umferðaóhappa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitt og þetta

Ég er búin að vera með svona 10 blogg í kollinum undanfarið, alltaf á leiðinni að setjast við tölvuna og henda einhverju inn en það kemur alltaf eitthvað uppá sem stoppar það og þá er "andinn" farinn.

Langaði t.d. að blogga um hversu lygilega gott veður hefur verið undanfarið, ég veit samt að það eru líklega allir búnir að tala um það - við alla - en ég verð bara að kommenta á þetta! Það liggur við að ég grátbiðji um rigningu svo það sé ekki alveg eins erfitt að vera inni með nefið oni pappakössum allan daginn alla daga.

Svo verð ég eiginlega að minnast á frábæra saumaklúbbinn sem ég var í í gærkvöldi, mikið rosalega á ég skemmtilegar, fyndnar og frábærar vinkonur Smile, ég er ennþá með aulaglottið fast á andlitinu og þvílíkar harðsperrur í maganum eftir að hafa vælt úr hlátri nánast stanslaust allt kvöldið - spaðafimma til ykkar!

Og talandi um saumaklúbbinn, fór mikið að spá í alls kyns skammstafanir á leiðinni heim. Hvað þýðir t.d.
MSN - Mikið Spjallað Nánast (stanslaust)?
SMS - Senda Mörg Skilaboð?
KGB - ???
ÁST (bara fyrir þig Inga)

Veit það einhver?
Og af hverju gerum við Íslendingar svona lítið af því að skammstafa löng og óþjál nöfn - t.d. á fyrirtækjum? Meina - Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins? Rannsóknarstofnun Landspítala Háskólasjúkrahúss? Eina sem ég man eftir í fljótu bragði sem er skammstafað í daglegu tali er RLR (og ekki vegna persónulegra kynna) og jú auðvitað KHÍ Wink.

Jæja, ætla að hætta þessu bulli í bili. Þarf að fara að sinna öllum tómu kössunum mínum og pakka ofan í ferðatöskurnar. Verð í USAnu næstu vikuna.

Þar til næst...

B


Hálfnað er verk...

þá hafið er - my XXX!

Fór í morgun og keypti mér 50 stykki pappakassa. Hrúgaði þeim inn, bretti upp ermarnar og réðist á fyrsta bókaskápinn.
Bókaskáparnir í skrifstofuherberginu eru 5, mér tókst að tæma 3. Búin að pakka ofan í 6 kassa - bara bókum!
Var ekkert smá ánægð með sjálfa mig.

Þangað til ég fór fram og leit aðeins í kringum mig.
Þá féllust mér eiginlega bara hendur og það lá við að ég brysti í grát.

Með þessu áframhaldi verð ég búin að pakka niður svona um það leyti sem jólaskrautið á að fara upp.

Nú sé ég ekki heimilið mitt lengur, ég sé bara stöff sem þarf að pakka niður.
Versta er að ég veit að sama hvað ég verð dugleg næstu vikur ég mun samt verða að rífa útúr síðustu skápunum tonn af einhverju dótarí sem ég hef ekki munað eftir, frameftir nóttu fyrir afhendingardag.

Ég komst reyndar líka að því að það er hægt að vera með bóka- og/eða lestrarfíkn. Ég skil bara ekki hvaðan allar þessar bækur komu!
(þetta skýrir kannski af hverju Amazon kallar mig "Most esteemed customer"?).

Jæja, lítið við þessu að gera nema gráta í hljóði og halda áfram að pakka.

Þar til næst...

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband