Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Keypti mér frið

Stundum voðalega erfitt að vera mamma og grasekkja. Sérstaklega og sérílagi þegar maður er að rembast við að koma frá sér ritgerð byggða á snilldarverkum ÞÞ og annarra góðra höfunda og þarf virkilega á bróðurparti hugarorkunnar að halda bara svo maður missi sig ekki í fliss og kjánaskap yfir orðsnilldinni.

Á svona stundum eiga börnin mín blíðu það til að verða mjöööög þurfandi.
Mamma, ég skil ekkert í þessari stærðfræði.
Mamma, stóri bróðir er að pirra mig.
Mamma, stóra systir er með tónlistina alltof hátt, ég fæ hausverk.
Mamma, viltu  ________________ (setjið inn næstum allt sem ykkur dettur í hug)
Mamma, mamma, mamma, mamma, mamma, mamma, mamma (eins lengi og ykkur dettur í hug).

Svo er maður svo snúinn að oftast pirrast maður bara meira og meira og urrar eitthvað á litlu saklausu englana í stað þess að taka sér pásu og veita þeim þá athygli sem þau einhverra hluta vegna þurfa akkúrat á þessum tímapunkti.

Eftir svona episode í kvöld ákvað ég að slíta mig frá ÞÞ og co og sinna litlu englabörnunum. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að kenna bróðurnum Kleppara. Litla skottið kunni hann svo við tvær kenndum honum spilið á nokkrum mínútum.
(fyndið að litla skottið kallar þetta ekki Kleppara, það er ekki lengur politically correct - núna heitir þetta víst Klappari GetLost)
Og ég er búin að fá FRIÐ í allt kvöld!
Gat klárað bókmenntirnar mínar, punktað fullt hjá mér og heyrði ekki í börnunum nema gleðilæti og fögnuð.

Mæli með þessu...

B


Jákvæðni í boði ÞÞ

Sveimér þá, held bara að jákvæðnin sé að ná tökum aftur. Pollýönnupakkinn og allt saman.

Er ekki frá því að hinn eini sanni Þorgrímur Þráinsson eigi sinn þátt í að létta lundina. Er að lesa eina af bókunum hans og er búin að reka augun (ái!) í þvílíka snilldarfrasana að það er ekki hægt að vera í fýlu.

Hér eru nokkur sýnishorn:

Heimferðin var að mörgu leyti spennandi því rútan ók í gegnum marga misháa en fíngerða skafla...

Tíminn stóð í stað heima hjá Kidda og þau Agnes gátu nánast þreifað á heitum tilfinningum hvors annars...

Strákarnir smeygðu sér inn eins og mjóar mýs...

Snjókorn féllu til jarðar af mikilli nærgætni...

Þreytan liðaðist eftir leggjunum eins og árfarvegir...

Þegar hann sá áverkana á andliti hennar varð hann tilfinningalaus af geðshræringu...

Þar til næst...

B


Blessaðar nunnurnar

Engar stuðlaðar ofurhetjur lengur, ætla að hætta þessum aumingjaskap og smella inn einu stykki brandara:

Einu sinni kom nunna til kvensjúkdómalæknis og sagði: "læknir, það er eitthvað undarlegt með mig. Þegar ég fer á túr, þá kemur ekki bara blóð heldur koma líka frímerki."

Læknirinn svaraði: "Hmmm, það getur ekki verið. Svoleiðis nokkuð er líffræðilega ómögulegt. Ég verð að fá að sjá þetta." Nunnan samþykkir það og kemur aftur tveimur vikum seinna til læknisins.

Læknirinn segir spenntur við hana: "Leggstu hérna á bekkinn og láttu fara vel um þig", rennir stólnum sínum að henni og skoðar náttúruundrið og skellir svo upp úr. Þá segir nunnan frekar pirruð: "Hvað er þetta eiginlega ?" Læknirinn svarar: "Nunna góð, þetta eru ekki frímerki, heldur...

chiquita

Þar til næst...

B


Nína neikvæða

Júlla Jákvæða er ekki alveg að gera sig.
Held að ég sé búin með alla Pollýönnuskammtana mína og þeir hafa ekki endurhlaðist ennþá.
Meira eins og Nína Neikvæða sé búin að skjóta í mér rótum og kæfi allar jákvæðnitilraunir í fæðingu.

Ógeðsprófið er hluti af ástæðunni.
Glatað að fara í próf þar sem þú hefur ekki nema litla hugmynd um til hvers er ætlast af þér og kennarinn er ekki alveg til í að segja þér það. Þegar þú ert búinn að fá lægstu einkunn á háskólaferlinum fyrir verkefni og veist ekki einu sinni almennilega hvað þú gerðir vitlaust og kennarinn vill ekki segja þér það.
Og þurfa svo að basla með ógeðsheimapróf í 2 og 1/2 dag og vera alltaf með lítinn púka á öxlinni sem segir þér að þetta geti ekki verið nógu gott, það hljóti að vanta eitthvað uppá og fleira skemmtilegt sem bara litlir púkar kunna að hvísla í eyru.

Svo er ég bara í einhverri tilvistarkreppu.
Og þegar ég er í kreppu langar mig mest að stinga hausnum undir sæng og bíða eftir að hlutirnir verði betri.
Sem gerist auðvitað ekkert.

Alla vega ... Júlla úti - Nína inni.
Held ég sé ekkert að blogga þar til B kemur aftur, hinar tvær eru báðar frekar leiðinlegar.

Þar til næst...

?


Neikvæðni

Ég er búin að vera að kafna úr neikvæðni undanfarna daga.

Eins og ég er hrikalega kát að vera komin "heim" í heimsókn og hitta allt fólkið mitt og lærdómspartnerinn minn og hinar vinkonurnar mínar og íslenska vorið og íslenska fjöru og íslensk fjöll.

Held það sé allt ógeðsprófinu að kenna, hlýtur eiginlega bara að vera. Hef enga aðra ástæðu fyrir að vera neikvæð - eða hvað?
Neibb, held bara ekki.

Hristi þetta vonandi af mér þegar ég skila af mér ógeðsprófinu á eftir og breytist í Júllu Jákvæðu (er hún ekki til?) og skoppa hérna um allt.

Pppþþþööö

B


Hvert þó í strumpandi!

Ekki alveg útkoman sem ég átti von á en meikar mikið sens þegar ég hugsa þetta betur Tounge.

Papa_Smurf

Þar til næst...

B


Önnur færsla

Þið getið alveg suðað um aðra færslu og ég get alveg látið hana eftir ykkur eeeeen

ef ég hef ekkert að segja þá hef ég ekkert að segja Pinch.

Get samt alveg sagt ykkur (bara ykkur tveimur sko) að ég fór í klippingu í dag. Svosem ekkert merkilegt nema hvað klippikona vildi bara alveg endiendiendilega slétta á mér hárið.
Hef oft prófað að slétta á mér hárið en þarf að setja svoddan hellings af drasli í það svo það verði ekki úfið eins og rollurass og það er bara ekki fallegt, verður klesst og ógeðslegt og stíft og ljótt.

Svo ég var ekkert voðalega hrifin af því að leyfa henni þetta en þar sem það er auðvelt að sækja krullurnar aftur með smá vatni þá ákvað ég að slá til.

Og viti menn! Hún bara rennislétti á mér hárið með hárbursta og blásara, engin efni, ekkert subb og ekkert vesen.

Og ég er ekki frá því að ég sé bara nokkuð ánægð með þetta Wink.

Ætla ekkert að vera að plástra myndum hingað inn en þær eru í albúminu ef ykkur langar að kíkja.

Og Edda og Marta...

Þetta fær maður þegar maður er að ýta á eftir skáldagáfunni Tounge.

Þar til næst...

B


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband