Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Litlir kassar

og stórir og meðalstórir, langir og mjóir, flatir og breiðir, uppum alla veggi og útum öll gólf.

Ég er bara búin að vera nokkuð dugleg í niðurpökkun síðustu daga. Get ekki sagt að ég skemmti mér við þetta en það hjálpar að hafa iPodinn á eyrunum og góða tónlist í botni. Verst bara að Kara greyið þarf þá að hlusta á gaulið í mér en hún hefur ekki kvartað hingað til.

Hún tók samræmt próf í stærðfræði í gærmorgun og gekk bara vel. Nú situr hún við borðstofuborðið og lærir líffræði sem er næst á dagskránni. Prófið er á þriðjudaginn og er það síðasta þessa önnina - svo er hún komin í langþráð SUMARFRÍ.

Það var lítið um húllumhæ hérna í gær þó það væri 17. júní. Árni og Eva fóru með Íslandsderhúfurnar sínar í skólann í gær og fóru líka með 3 aukahúfur hvort til að gefa bestu vinunum. Það vakti mikla lukku Smile. Í Miðskólanum var gert mikið úr því að þetta væri þjóðhátíðardagur Íslendinga og Árni Reynir fékk mikla athygli út á það. Í sumum tímunum var lítið lært heldur verið að spyrja um Ísland og kennarar í öðrum stofum að kíkja við og óska honum til hamingju með daginn.
Gaman gaman Grin.

Krakkarnir eru ekki alveg sáttir við það að hugsa til vina sinna á Íslandi sem eru komin í frí og þau þurfa að vera í skólanum í viku í viðbót. Ég held að þau haldi að þau séu að missa af einhverju gríðarmiklu fjöri á hverjum einasta degi. Að vinirnir séu bara í stanslausri gleði og þau missi af því öllu saman og þurfa að hanga í skólanum í þokkabót. Ekki beint sanngjarnt!

Það styttist þó í að þau geti tekið þátt í gleðinni, vona bara að gleðin standi undir væntingum Wink.

Knús og kram,
Birgitta og co


Niðursuða

Ég held ég hafi klárað úr bloggskálunum síðustu helgi, er alveg gjörsamlega andlaus þessa dagana. Enda kannski ekki skrítið þegar hitinn hefur verið að rokka þetta 30-39 gráður. Það er rétt að það skríði undir 30 gráðurnar þegar þrumuveðrin ganga yfir en það varir yfirleitt ekki lengi og svo er hitinn rokinn upp aftur.
Svo er einhver böggur í loftræstingunni á neðri hæðinni svo þar verður ansi heitt yfir miðjan daginn. Á efri hæðinni er aftur fínt að vera enda líklega þess vegna sem ég er búin að pakka mun meiru á þeirri hæð en hérna niðri. Er þó byrjuð, smá í hverju herbergi, frekar óskipulega en mjakast allt.

Kara er búin í skólanum og það voru frekar blendnar tilfinningar hjá henni greyinu þegar hún kom heim í gær, gaman að vera búin í skólanum en leiðinlegt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þessa krakka aftur - jafnvel aldrei aftur Crying. Framundan hjá henni eru samræmd próf - stærðfræði á þriðjudaginn og svo Líffræði viku seinna. Þetta eru einu prófin sem hún tekur en þau eru bæði stór og þung svo það er ágætt að hún hafi nægan tíma til að læra.

Yngri systkinin fóru í dag og keyptu sér fyrir öll gjafakortin og aurinn sem þau fengu í afmælisgjafir. Mjög gaman að því að flestir hérna gefa gjafakort, þau fengu flest kortin í Barnes & Noble og svo fékk hún í Limited Too og hann í Best Buy. Það var virkilega gaman að fara með þeim og leyfa þeim að kaupa sér akkúrat það sem þau langaði enda komum við alveg klyfjuð heim.

Guðmundur er að skjótast í síðustu Íslandsferðina á morgun og kemur aftur á föstudaginn. Á meðan ætla ég að reyna að pakka niður sem mestu svo allt verði klárt fimmtudaginn 26. júní. Eldsnemma þann morgun mæta hingað flutningamenn sem munu skrúfa sundur og pakka saman öllu stóra dótinu okkar og hjálpa okkur svo við að koma því í gáminn þegar hann kemur hingað seinnipartinn. Vonandi gengur það mjög hratt og vel því trukkurinn má víst ekki setja gáminn niður heldur bíður bara hérna á meðan við hrúgum í sem gæti þýtt að gatan hérna fyrir framan teppist á meðan Crying.
Þegar gámurinn er farinn förum við líka, ekki mikið hægt að gera hérna í tómu húsi. Kara heldur heim til mömmu sinnar þá um kvöldið og við skutlum henni á völlinn og höldum svo yfir á Long Island þar sem við hin ætlum að eyða nokkrum dögum í smá fríi.

Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að setja inn fréttir af okkur næstu dagana. Reyni samt að leyfa ykkur að fylgjast með þessum ægispennandi viðburðum sem framundan eru Wink.

Knús og kram úr þrumum og eldingum,
Birgitta


Annar í afmæli - 2

Og þá er það annar í afmæli hjá 'litlu' skottunni minni. Ég hef varla undan að blogga þessa afmælishelgi. Það verðu að segjast að það eru bæði kostir og gallar við að hafa svona stutt á milli afmæla - veislunum fjölgar og fjörið eykst með hverju árinu Tounge.

Hersingin mætti klukkan 14. DSC03780Þrátt fyrir 36° hita vildu þær fara út að leika meðan þær biðu eftir að allar væru komnar og það var sko guðvelkomið.

DSC03786Þegar allar voru komnar hrúguðum við þeim inn í stofu, á gólfið. Þar fengu þær að búa til og hanna sína eigin stuttermaboli. Við Eva Dröfn vorum búnar að kaupa málningu, penna og alls konar gerðir af bótum til að strauja á bolina og þetta var hrikalega gaman hjá þeim.

DSC03796DSC03805DSC03817


  
Eftir matarveislu var svo farið í alls konar leiki - Dance Revolution, epladans, út að leika svo eitthvað sé nefnt. Smá stelpnadrama verður líka að vera, er ekki 10 ára afmæli án þess Wink.
DSC03820Hitastigið hérna inni hefur örugglega farið vel upp í 30° þrátt fyrir loftkælingu, sérstaklega í mesta fjörinu, ég var farin að hafa áhyggjur af því að stelpurófurnar myndu hreinlega ofþorna og dældi í þær vökva og frostpinnum. DSC03823

Afmælishelginni ógurlegu er semsagt lokið þetta árið, allir sáttir og ánægðir og glaðir og kátir. Ég er þakklátust fyrir það að ég á von á Maríunum mínum á þriðjudaginn og þarf því ekki að díla við nema mesta ruslið hérna Wink.

Bestu þakkir til ykkar allra fyrir góðar gjafir og kveðjur.

Afmæliskveðjur til Ara Péturs frænda í Bretlandinu - vona að dagurinn hans hafi verið jafn frábær og Evu Drafnar Kissing

Over and out,
Birgitta og co

Ps. Það eru semsagt 2 eða 3 afmælisblogg hér að neðan fyrir þá sem hafa áhuga. Verð líka að benda áhugasömum á myndbandið af strákunum í afmælisveislu Árna Reynis hérna til hliðar, hrikalega fyndið að heyra svona spjall á ensku (eða kannski ammrísku) Smile.


Afmælisstelpa - með viðbót

Þessi litla prinsessa er orðin 10 ára! Hún benti mér svo skemmtilega á það um daginn að bráðum ætti ég engin börn með "one digit age" (já, málið er orðið svoldið enskuskotið).

Hún fékk auðvitað veislubreakfast eins og bróðirinn og var að vonum alsæl með hann. Svo réðist hún á pakka hrúguna og my oh my hvað það var gaman Smile.Pakkaflóð

Hvað ætli þetta sé???

Planið í dag er að við mæðgurnar förum í bæinn - stóra bæinn. Þetta á að koma á óvart, litla skottan veit ekkert af þessu Wink.
Í bænum ætlum við að fá okkur lunch saman og svo förum við að sjá Hairspray. Hvur veit nema við rekum nefið inn í svosem eins og eina búð eða tvær - svona girl thing Kissing. Ég set inn bæjarferðasöguna í kvöld - vonandi.

DSC03748Bæjarferðin heppnaðist svona líka rosalega vel. Við tókum lestina saman bara tvær, fórum í Toys R Us, Build a Bear, Gap og einhverjar fleiri búðir. Hitinn var ógurlegur - 35° hiti eða meira - en við létum okkur hafa það að rölta um allt. Reyndar orðnar ansi sveittar og ruskulegar þegar við loksins komum í leikhúsið og þar sem Hairspray sögnleikurinn var sýndur. DSC03755Söngleikurinn var alveg meiriháttar, rosalega skemmtileg tónlist og mikið fjör. Afmælisdagurinn endaði svo á Fridays í góðu stuði. Afmælisbarnið var alsælt með frábæran dag.
DSC03777

 

 

 

(Afmælisveislunni hans Árna Reynis er lýst hérna að neðan, það er svo mikið að gerast að bloggin bara hrúgast inn).

Knús,
Birgitta og co


Annar í afmæli

Ég sit hérna núna svo gjörsamlega búin á því að ég hef bara sjaldan vitað annað eins.

Hér var að ljúka "The best party of the year - so far" Grin.

DSC03681Hérna komu 12 stykki stráklingar á aldrinum 11 - 12 ára og herre gud ég hef sjaldan vitað annað eins. Lætin byrjuðu bara um leið og þeir gengu inn um dyrnar! Voru varla búnir að henda af sér skólatöskunum þegar allt fór á full swing.
DSC03682Mér tókst að fá þá til að setjast til borðs og rífa í sig smá mat. Þeir voru nú ekki eins hrifnir af do it yourself kökunum mínum eins og krakkarnir á Íslandi, voru meira í að borða bara skrautið og kremin sér og kökurnar þurrar en ístertan frá Carvel vakti lukku sem og íslenska nammið sem var á boðstólnum.

Þegar þeir nenntu ekki átinu lengur (svona 5 mín seinna) þá ruku þeir allir út í VATNSBYSSUSTRÍÐ!!!
DSC03691DSC03694DSC03698

 Þeir höfðu aldrei prófað þetta áður og þetta féll sko alveg akkúrat í kramið. Það ómaði allt hérna í hrópum og köllum og hlátrasköllum og öskrum og gleðilátum. Í þessu entust þér í hátt í 2 tíma - ótrúlegt en satt! - en þá fengu þeir líka alveg nóg og enduðu partýið í bíó í stofunni. Svo eins og vill verða þá voru nokkrar eftirlegukindur sem fóru klukkutíma of seint en það er bara gaman.DSC03700 

Núna klukkutíma eftir að síðustu gestir fóru er ég að verða búin að koma húsinu aftur í eðlilegt horf. Reyndar eru hérna nokkrir blautir sokkar, einn stuttermabolur í óskilum og handklæði en því verður skilað í skólann á mánudaginn.

Fleiri myndir í Júníalbúminu.

Á morgun koma svo fréttir af næsta afmælisdegi og svo er annar í því afmæli á sunnudaginn.

(og ég ætlaði að byrja að pakka á mánudaginn, getur bara vel verið að ég taki hann í að hlaða batteríin).

Knús,
B og co


Afmælisstrákur

DSC03629Þessi strákalingur vaknaði við afmælissöng í morgun. Hann var örlítið vankaður enda ekki á hverjum degi sem maður nær þeim áfanga að verða 12 ára gamall Wizard.

Þegar hann kom niður beið hans alvöru amerísk morgunverðarveisla - skrömbluð egg, beikon, pönnukökur og nýkreistur ávaxtasafi. Hann varð nú ekki leiður yfir því matmaðurinn minn mikli.

Hann ákvað að kíkja örlítið á pakka áður en hann fór í skólann, náði að opna fjögur stykki.

Fyrstur var pakkinn frá besta vininum. DSC03632Hann geymdi hvorki meira né minna en aur ooooog fullt af nammi. Og ekki bara eitthvert nammi heldur lakkrís! Eitthvað sem er nánast ófáanlegt hérna - það sem þeir kalla lakkrís hérna úti er bara eitthvað ógeð.DSC03636 Ekki hægt annað en að gleðjast yfir því Wink. Það fyrsta sem hann gerði var að fara með lakkrísinn eitthvert upp og fela hann fyrir pabba sínum Tounge - lakkrís á það nefnilega til að hverfa eins og dögg fyrir sólu ef Undri er nálægt.

Hann opnaði svo pakkana frá DSC03649systrum sínum. Þær gáfu honum tölvuleiki og bækur, eitthvað sem vakti mikla lukku. Síðasti pakkinn sem hann náði svo fyrir skólabrottför var dularfullur pakki frá leynivininum hans. Í honum var þessi ofursúpermegakúl derhúfa. Hann reyndi að hafa hana undir hjálminum á leiðinni í skólann en það gekk ekki svo hún fór bara í töskuna.

Þegar hann kemur heim ætlar hann svo að opna restina af pökkunum og við ætlum út að borða á uppáhaldsveitingastaðinn hans Thai House hérna í Ardsley.

Knús til allra og þakkir fyrir allar gjafirnar.

Kveðja,
Birgitta og co


Ekkert að frétta

af okkur á Krossgötunni.

Ég er aðeins farin að moka útúr skápum og henda í kassa, ekkert alvarlegt þó. Nenni varla að byrja á fullu alveg strax og búa svo innan um pappakassa í 3-4 vikur.

Allir hressir, nóg að gera í skólunum hjá krökkunum. Kara er komin með próftöflu því hún tekur lokapróf í nokkrum fögum, líklega þó bara 2.
Árni er að klára ýmiss verkefni sem á að skila fyrir skólalok.
Lítil breyting hjá Evu Dröfn, bara mikið fjör og gaman.

Ég er komin með allar einkunnir, er virkilega ánægð með þær - 8.5, 9, 9.5 og 9.5 - bara nokkuð flott hjá gömlunni held ég Joyful.

Og já, ég er komin í sama gírinn og krakkarnir, farin að telja niður dagana í brottflutning Whistling, ætti að vera teljari hérna til hliðar.

Knús og kram,
Birgitta og co

Ps. Bestu þakkir kæru tengdaforeldrar fyrir myndirnar, þótti nú myndirnar af ykkur tveimur langskemmtilegastar, þið eruð algjört æði Kissing.


Tívolí og fleira

DSC03498Fyrir 2 vikum síðan var tívolí í Ashford Park (hérna úti á horni) til styrktar slökkviliðinu hérna í bænum. Ég fór með Evu Dröfn og Lísu vinkonu hennar og það var vægast sagt dúndurfjör! DSC03499

Árni hafði ekki áhuga á að koma með, hann hefur ekkert gaman af svona tækjum - ætli hann hafi ekki vantað ömmuna og afann í H29 Wink. Hann var reyndar ekkert að hanga á meðan heldur að leika við Chris vin sinn, inni og úti.

DSC03539DSC03495Þeir hafa sama áhugann á Star Wars og náðu virkilega vel saman. Komst að því að hann Árni minn hefur aðeins verið að halda vinunum í vissri fjarlægð, svo það verði ekki of erfitt að kveðja þá þegar við förum. Það þýðir samt ekkert að hugsa þannig, enda sá hann það fljótt að það er mikið skemmtilegra að hafa einhvern að leika við Smile. DSC03585
Deginum í dag var svo eytt í að eyða tíma. Það var opið hús hérna að Krossgötu 11 svo við þurftum að forða okkur eitthvað út. Við fundum fínan garð hérna nokkru norðar þar sem strákarnir flugu flugvél og við stelpurnar lágum í sólbaði.
Þegar við fengum nóg af því brunuðum við niður á Manhattan og kíktum í FAO Schwartz. Hún var nú ekki eins geðveik og ég átti von á - nema risapíanóið, það var alveg magnað. Enda er það komið efst á óskalista Evu Drafnar (kostar ekki nema 250.000.... Dollara! Shocking).

 

DSC03587Mest lítið að frétta héðan, held ég byrji bara í niðurpökkun í næstu viku. Ætla samt að reyna að draga það sem lengst svo krakkarnir verði ekki bara í því að bíða eftir heimferðinni.

Ætla að reyna að hlaða inn myndbandi af vortónleikum Concord Road Elementary School þar sem Eva Dröfn söng með hinum 4ðu bekkingunum. Er svoooo stolt af því að hún fór í áheyrnarprufu fyrir einsöngsatriði - sem hún fékk reyndar ekki en bara að fara í prufuna er sko afrek í mínum bókum!

Knús og kram,

Birgitta og co.

 


All American Day

Í gær héldum við af stað snemma morguns niður á Manhattan. Þar hittum við Jim sem vinnur hjá Leikhússmógúlnum og Stephanie konuna hans í Battery Park þar sem við fórum um borð í ferju sem siglir út að Frelsisstyttunni og á Ellis Island.

Nálgumst frelsisstyttuna Þetta er örstutt sigling - ca 25 mín - og ofsalega gaman að horfa yfir til Manhattan frá ferjunni. DSC03543Veðrið hefði nú alveg getað verið betra við okkur, það var mjög þungbúið framan af og fór svo að hellirigna. Við sluppum samt við mestu dembuna, náðum að skoða styttuna frægu í þurru.

Bannað að kitlaDSC03567

 

 

 

 

 

 

 

 

Pabbi og JimEva Dröfn með Jim og StephanieVið sigldum svo áfram með ferjunni að Ellis Island og fórum í innflytjendasafnið þar. Það var mjög magnað að standa þarna inni í salnum þar sem innflytjendurnir þurftu að fara gegnum alls kyns skoðanir og vottanir til þess að fá að komast inn í fyrirheitna landið. Krakkarnir eru öll búin að læra heilmikið um þetta í enskutímunum sínum (fyrir útlendinga) og gátu frætt okkur Undra um ýmislegt. Með fjársjóðinn minn

Svo gaman að því að í þessum enskutímum er gert svo miklu meira en að fara í tungumálið. Góður tími fer líka í að siði og venjur og menninguna hérna í Ameríku. Þau hafa fengið umfjöllun um alla hátíðisdagana sem hafa verið þetta skólaár, hvers vegna þeir eru haldnir hátíðlegir og hvaða venjur og siðir tengjast þeim. Kennarinn hennar Evu Drafnar kom t.d. með pumpkin pie fyrir Halloween og eitthvað annað fyrir Thanks giving (man ekkert hvað það var Tounge) o.s.frv.

En þetta var smá útúrdúr. Við sigldum sem sagt þarna um og skoðuðum og fengum ameríska historíu beint í æð. Mjög gaman að sjá þetta stóra kennileiti, Frelsisstyttuna, svona up close and personal. Síðast þegar ég sá hana var í skrímslamyndinni Cloverfield þar sem hausinn á henni kom rúllandi inn í miðja Manhattan. Hlógum einmitt að því hvað það er skondið að allar geimverur og öll stóru skrímslin lenda alltaf í þessari borg - ég er dauðfegin að þau eru ekkert í að rústa Reykjavík Wink.

Við enduðum svo ferðina á Fridays - gerist varla amerískara - þar sem við gúffuðum í okkur gúmmelaði með öllu. Á matseðlinum þeirra er búið að setja kaloríufjölda við hverja máltíð Woundering. Það eykur nú ekki beint á matarlistina að sjá að rétturinn sem maður hafði hugsað sér að panta inniheldur 1500 kaloríur - ónei! Stephanie hélt að það væri komið í lög að setja kaloríufjöldann á alla matseðla - verð nú að segja að það tekur aðeins fönnið úr því að fara út að borða Wink. Enda endaði maður á að fá sér 390 kaloría pasta og 600 kaloría eftirétt Tounge.

Við ormarnir skutluðum svo Ferðalanginum á flugvöllinn, hann var að fara í 'vinnuna' til Íslands og kemur aftur hingað á fimmtudag.

Svona að lokum - ég er búin að sjá að ég verð að kynna ykkur stuðningsliðið mitt almennilega, held barasta að ég bjóði ykkur í kaffi í haust svo þið getið nú spjallað um mig augliti til auglitis Kissing.

Fleiri myndir í þessu albúmi.

Knús og kram,
Birgitta


Mörtuheimsókn

Við Marta ákváðum að þyrftum nauðsynlega á að halda húsmæðra- og lærdómsferð á Manhattan. Ég stakk því af um miðjan síðasta sunnudag, tékkaði okkur inn á hótel, settist með Löbbuna í fangið upp í rúm, lærði og beið eftir Mörtu.

Það virðist ekki ætla að ganga áfallalaust hjá henni að komast hingað, núna var seinkun og kraðak dauðans við immigration, bið eftir leigubíl og ég veit ekki hvað. Til að toppa þetta allt saman virkaði síminn hennar ekki svo ég hafði ekki hugmynd um hvað tefði hana svona og var komin á fremsta hlunn með að hringja ... eitthvert ...  þegar hún loksins birtist að verða 22.

 DSC03491Það verður að viðurkennast að við vorum ekkert alltof duglegar að læra en þeim mun duglegri að versla. Við tókum okkur líka dekurdag þar sem við fórum í facial, mani- og pedicure hjá Mario Badescu - alveg geggjað! Fórum svo út að borða á Nobu, japönskum veitingastað sem er víst á 3 stöðum í NY. Við fórum á staðinn í Tribeca og ég hef nú sjaldan borðað eins mikið af bragðgóðum og öðru vísi mat.

Það fór eitthvað lítið fyrir lærdómi í Manhattan enda útiloka 'lærdómur' og 'Manhattan' eiginlega hvort annað. Við ákváðum því að kíkja betur á Sjón og hans ritverk hérna á Krossgötunni og njóta þess bara að vera í smá kellufríi. Komum hingað á þriðjudagskvöldinu, nokkuð vel klyfjaðar og kátar. Hérna sést Marta með afrakstur Manhattan ferðarinnar Wink.

Á miðvikudeginum ætluðum við að vera voðalega duglegar að læra en eitthvað fór nú lítið fyrir því, það voru nokkrar búðir sem við þurftum nauðsynlega að kíkja aaaaaaðeins í hérna í hverfinu. Svo kom Óli Mörtu um kvöldið og þá gátum við auðvitað ekki eytt kvöldinu í lærdóm heldur spiluðum og kjöftuðum eitthvað frameftir.
Það var því með ofurmannlegu átaki á fimmtudeginum sem við rumpuðum saman 35% ritgerð og svei mér þá ef hún er ekki bara nokkuð góð Joyful - það verður samt að koma í ljós síðar í sömu sögu.

Ég kvaddi Mörtu svo á lestarstöðinni seint um kvöld (voðalega rómantískt) og hún fór að hitta kallinn sinn niðrí bæ.

Fátt annað fréttnæmt héðan í bili,
knús og kossar í öll kot, Birgitta


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband