21.1.2008 | 14:29
Ripstik
Langaði að sýna ömmu og afa í Hraunbænum hvað krakkarnir eru orðin klár á Ripstik-inu sem þau fengu í jólagjöf.
Þau héldu Sirkussýningu fyrir mig í gær, ótrúlega flott. Kemur sér vel að hafa allt þetta pláss í kjallaranum .
Græjan lítur svona út og er ferlega sniðug. Ótrúlega erfitt að halda jafnvægi á þessu en það er alveg frábært hvað krakkarnir eru orðin góð, þjóta hérna útum allt. Það er annað myndband hérna til hliðar í "Nýjustu myndböndin".
Knús,
Birgitta