Lög og reglur

Það er ýmislegt í skólunum hérna úti sem er öðru vísi en við erum vön. Sumu var erfitt að venjast, sumt kom auðveldlega og sumt lærðist af reynslunni Smile.

Hérna eru dæmi um það sem er bannað:

  1. Bannað að fara út þegar það snjóar eða rignir.
  2. Bannað að fara út þegar það er kalt.
  3. Bannað að fara úr skónum inni í skólanum (sem skýrir væntanlega reglu 1).
  4. Bannað að vera á göngunum án þess að hafa sérstakan passa (hall pass).
  5. Bannað að vera með skólatöskuna sína í matsalnum.
  6. Bannað að vera með skólatöskuna sína í tíma.
  7. Bannað að sækja heimavinnuna sína í skápinn (lockerinn) eftir að tíminn er byrjaður (sjá reglu 3 hér að neðan).
  8. Bannað að fara úr skónum í skólabílnum, jafnvel þó þar sé eitthvað sem stingur mann í tána.

Hérna eru svo dæmi um það sem á/má gera:

  1. Það á að vera í skónum inni.
  2. Það á að mæta í skólann í íþróttaskónum þá daga sem það eru íþróttir (bannað að taka þá með sér og mæta t.d. í kuldaskóm (Evuskóli).
  3. Það á að nota 3 mínúturnar sem eru á milli tíma til að skila bókum í skápinn og sækja bækurnar fyrir næsta tíma (sjá reglu 7 hér að ofan).
  4. Það má vera í úlpum í tíma.
  5. Það má borða nammi, snakk og gos í skólanum (meina, það er selt í matsalnum).
  6. Kennararnir mega gefa nemendunum nammi þegar þeim dettur í hug (oft notað sem verðlaun).
  7. Það má fara til hjúkku og leggja sig ef maður er mjög þreyttur. Hjá hjúkku eru 4 legubekkir og teppi til þessara nota (High School).
  8. Það er bannað að fara út af skólalóðinni, nema maður sé kominn í 12.bekk.

Þetta eru helst þær reglur sem okkur þykja skrítnar. Svo eru margar reglur sem mætti alveg taka upp í íslenskum skólum eins og:

  1. Bannað að nota iPod og gemsa innan skólans.
  2. Bannað að tala í tímum, nema með sérstöku leyfi.
  3. Ekki hægt að komast inn á myspace, msn, eða síður sem tengjast á engan hátt náminu.

Það er mun meiri agi hérna en í íslenskum skólum sem er mjög jákvætt og verður til þess að börnin eru að fá meiri kennslu af því það fer enginn tími í eitthvað vesen.

Í stað jóla- og vorprófa eru próf á 2-3ja vikna fresti sem telja öll til lokaeinkunnar, ásamt öllu heimanámi og virkni í tímum.

Og fullt og fullt. Ég gæti örugglega skrifað heila ritgerð um þetta en læt þetta duga Wink.

Farið vel með ykkur,
Birgitta


Bloggfærslur 31. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband