Flórída - here we come!

Það er mikil spenna í kotinu þessa dagana.
Eftir tvo daga keyrum við úr subbinu og slabbinu í Ardsley og höldum í sól og blíðu Grin.
Og heil vika í fríi frá skólunum!

Við ætlum að keyra niðreftir, sáum að við gætum gert ansi margt fyrir andvirði flugfars og bílaleigubíls og ætlum því að leggja á okkur 19 tíma akstur. Tökum þetta í þrem leggjum á leiðinni niðreftir og tveim á leiðinni uppeftir aftur. Stoppum semsagt og gistum og tökum þessu rólega.

Veðrið hérna er búið að vera ferlega leiðinlegt. Í gærkvöldi var "snowstorm" (ca 4cm jafnfallin snjóföl og smá gola) og síðan í morgun er búið að rigna svona útlandarigningu, það er næstum eins og að ganga undir foss að fara út. Snjór í gær og rigning í dag = ökklahátt slabb yfir öllu.
FljótiðÍ fyrsta skipti er hægt að tala um að það sé á í garðinum hjá okkur, ekki lækur, vonandi sést áin okkar á myndinni.

Það er mest lítið að frétta annars. Bætti nýjum myndum í albúmið, mest einhverjar dýramyndir Wink. Það er nefnilega ótrúlegt dýralíf í garðinum hjá mér. FálkiUm daginn hoppaði fálki upp á veröndina hjá mér, nánast beint í flasið á mér. Veit ekki hvoru okkar brá meira. Eitthvað var hann lemstraður greyið því hann gat ekki flogið burt heldur hoppaði hérna um allan garðinn þar til hann hvarf.

 

Ég verð vonandi nettengd í fríinu og set inn fréttir og myndir og eitthvað sniðugt.

Birgitta og co


Bloggfærslur 13. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband