Á skíðum skemmt'ég mér tra lalla lalla lallala

Það var frekar skrítið ástand hérna á heimilinu síðustu helgi. Mamman var aaaalein í kotinu í rúman sólarhring meðan pabbinn skellti sér á skíði með afkvæmin.

Gormar í lyftuÞau skelltu sér á Hunter Mountain sem er í ca 2 1/2 TÍMA fjarlægð. Þar gistu þau á Friar Tuck hótelinu sem var eins og gamalt ítalskt óðalssetur. Pabbinn sagði reyndar að það væri orðið svoldið þreytt en krökkunum fannst þau vera eins og kóngafólk - svona getur upplifunin verið misjöfn eftir því hvað maður hefur lifað lengi (og ferðast mikið).
Krakkarnir á skíðumAðstaðan var víst rosalega fín, reyndar frekar langt síðan það snjóaði síðast en færið samt ágætt og veðrið gott. Þau fundu brekkur við allra hæfi, segja m.a.s. að mamman gæti alveg farið í litlu brekkurnar Tounge - sjáum til með það. Svo fóru þau í sund, gufu og pottana og höfðu það já, bara eins og kóngafólk held ég. Þau hefðu alla vega ekki fengið svona góða þjónustu hérna heima get ég sagt ykkur.

Mamman var nefnilega UPPTEKIN. Það stendur einhvern veginn þannig á í skólanum hjá mér núna að allir kennararnir ákváðu að rumpa af verkefnum og veseni núna í janúar og febrúar og hafa frekar slakara í mars og apríl. Þegar maður er í 4 fögum þá þýðir þetta ansi mikið álag og ég var hætt að sjá fyrir endann á þessu öllu saman.
Helginni var þess vegna eytt með annað augað á skjánum og hitt oní bók. Enda voru afköstin þvílík að ég er ennþá að ná mér niður aftur. Er meira að segja farin að vinna að verkefnum þarnæstu viku FootinMouth!
Ég verð samt að viðurkenna að það var frekar skrítið (og pínku ponsu scary) að vera alein hérna um nóttina. Rosalega var eitthvað dimmt. Og svoldið drungalegt. Og skrítin hljóð sem ég hef aldrei heyrt áður. Það var allavega voðalega gott að vakna og sjá að sólin (ekki Sólinn Wink) var komin upp og allt orðið bjart og fínt.

Það eru nokkrar nýjar myndir í febrúaralbúminu

Knús og kram í öll kot.

Birgitta


Bloggfærslur 5. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband