Páskar

Steingleymdi alveg að minnast á páskana, enda voru þeir nú ekkert svo eftirminnilegir Wink.

Árni leitar     Pabbi leitarEva leitar

Byrjuðum daginn auðvitað á páskaeggjaleit. Steinunn amma og Magni afi sendu börnunum þessi líka flottu strumpaegg og það var mikill spenningur að komast í góssið.
Var reyndar alveg búin að gleyma hvað svona páskaeggjaleit fylgir mikið drasl, það eru nefnilega allir svo uppteknir við að rótast og tætast í skápum og skúffum að það endar einhvern veginn allt útum allt. En það fylgir víst svo mamman leitaði bara á stöðum sem aðrir voru búnir að leita á og tíndi til í leiðinni.

Þar sem pabbinn "gleymdi" að kaupa páskaegg handa fullorðna fólkinu fékk hann bara eitt pínkulítið NóaSíríus-egg en var svo sætur að kaupa stærra Ammríkuegg handa mömmunni. En svo var Karan mín svo hrikalega sæt að gefa mér eitt af sínum 3 Alvöru eggjum svo deginum var bjargað og ég tók gleði mína á ný Tounge.

Við Eva Dröfn bökuðum svo eftirmatinnEva brýtur egg, henni þykir skemmtilegast að brjóta eggin, fyrir utan auðvitað að sleikja deigið Wink. MMMKakan mishepnaðist eitthvað hjá okkur, þeytt egg í mínum bókum eru egg sem eru þeytt í þeytara en þegar við skoðuðum leiðbeiningarnar betur þá þýðir þetta víst bara hrærð egg. Við höldum að kakan hafi þess vegna verið þunn og crispie en ekki þykk og flöffí. Hún var samt góð á bragðið og það er það sem máli skiptir ekki satt?

Páskasteikin

Fengum dýrindis lambalæri sent frá Döbbu ömmu og Árna afa, alveg einstaklega ljúffengt og gott Kissing.

Svo spiluðum við frammá kvöld.

Þetta voru svo sannarlega páskaveisla í boði amma og afa - takk fyrir okkur KissingHeart.

Slatti af nýjum myndum í færslunni hér að neðan og í Mars-albúminu.

Birgitta og co


Myndir

(farin að skilja hvað þú meinar Eddamín með að blogga útí vindinn Wink).

Laufin

Vorið er komið, að minnsta kostið farið að sjást í þetta litla ljúfa græna á trjánum. Skal ekki tala meira um dýralífið þó ég gæti alveg fyllt nokkrar síður af lýsingum á því.

Kannski frekar að tala um litlu dýrin mín sem eru aldeilis að taka við sér í vorinu. Þau hoppa hérna um öll tún eins og lömb, kát og oftast glöð.

Nýjasti leikurinn er svona Role Play leikur. BardagiEitthvað sem þau apa upp eftir Astrópíu. Þau eru búin að búa sér til karaktera og velja á þá útlit, vopn og alls konar eiginleika. Þetta teikna þau allt saman sjálf og fara svo út í bardaga Tounge.

Við K11

 

 

Við erum búin að vera dugleg að rölta um hverfið í vikunni og skoðuðum m.a. betur garðinn sem ég hérna nálægt og heitir einfaldlega Ardsley Park. Þar voru fullt af krökkum í alls konar dundi - fótbolta, barnapössun, eltingaleikjum, á hjólabrettum og mörgu öðru. Þau fundu strax einhverja sem þau þekktu og voru "úti að leika" í lengri tíma. Það er eitt af því sem ég (og þau) hafa saknað - að fara "út að leika" með fullt af krökkum. Þetta var því algjört æði og við verðum vonandi reglulegir gestir þarna. Fótbolti Garðurinn er mjög mikið notaður af bænum fyrir alls kyns uppákomur, sérstaklega á sumrin. Við misstum af mesta fjörinu síðasta sumar af því við komum svo seint en munum vonandi ná einhverju stuði núna í byrjun sumars. Ég veit að stundum eru útibíó þarna um helgar, þá mæta allir með teppi, popp í poka og góða skapið og horfa saman á ristatjald - örugglega frekar mikið sport.

Ofurtöffari

 

 

 

Knús af Krossgötunni,

Birgitta og co.

 


Bloggfærslur 27. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband