Drukkin í skólanum!

Við fengum símtal frá Ardsley High School í gær.
Það var Frú Aðstoðarskólastjóri sjálf sem tilkynnti okkur að hjá henni sæti Ungfrú Kara Guðmundsdóttir sem væri undir áhrifum áfengis Woundering.

Við fengum eðlilega áfall! Og sjokk! Og aftur áfall! Og aðeins meira sjokk Frown!

Gummi rauk af stað - ég þyrfti að eiga svona tilfinningatákn sem væri sambland af áhyggjufullum og foxillum pabba því það var hann svo sannarlega.
Ég beið hérna á meðan og gekk um gólf.

Gummi kom aftur stuttu seinna.

Þegar hann kom á skrifstofuna var búið að mæla í henni blóðþrýstinginn og eitthvað meira og staðfesta það að hún væri nú ekkert drukkin barnið enda heitir áfengið sem Karan okkar var að drekka Egils Maltextract - bætir hressir kætir Tounge.

Mamma hennar hafði laumað tveimur dósum á Undramund sem hann ferjaði hingað til Köru, við mikinn fögnuð hennar. Þetta hafði hún með sér í skólann í kókflösku (af því það er svo erfitt að vera með opna dós í skólanum) og drakk á milli tíma.
Eins og flestir vita þá lyktar Malt ekkert ósvipað bjór, lítur út eins og dökkur bjór og hlýtur þá að vera bjór - ekki satt?
(if it walks like a beer, talks like a beer og allt það)

Einhver saklaus skólafélagi hennar sá sig semsagt tilneyddan til að tilkynna það að Kara væri að sulla í áfengi á miðjum skóladegi.

Þetta var Drama dagsins - í boði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar Wink.


Bloggfærslur 28. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband