28.3.2008 | 18:29
Drukkin í skólanum!
Við fengum símtal frá Ardsley High School í gær.
Það var Frú Aðstoðarskólastjóri sjálf sem tilkynnti okkur að hjá henni sæti Ungfrú Kara Guðmundsdóttir sem væri undir áhrifum áfengis .
Við fengum eðlilega áfall! Og sjokk! Og aftur áfall! Og aðeins meira sjokk !
Gummi rauk af stað - ég þyrfti að eiga svona tilfinningatákn sem væri sambland af áhyggjufullum og foxillum pabba því það var hann svo sannarlega.
Ég beið hérna á meðan og gekk um gólf.
Gummi kom aftur stuttu seinna.
Þegar hann kom á skrifstofuna var búið að mæla í henni blóðþrýstinginn og eitthvað meira og staðfesta það að hún væri nú ekkert drukkin barnið enda heitir áfengið sem Karan okkar var að drekka Egils Maltextract - bætir hressir kætir .
Mamma hennar hafði laumað tveimur dósum á Undramund sem hann ferjaði hingað til Köru, við mikinn fögnuð hennar. Þetta hafði hún með sér í skólann í kókflösku (af því það er svo erfitt að vera með opna dós í skólanum) og drakk á milli tíma.
Eins og flestir vita þá lyktar Malt ekkert ósvipað bjór, lítur út eins og dökkur bjór og hlýtur þá að vera bjór - ekki satt?
(if it walks like a beer, talks like a beer og allt það)
Einhver saklaus skólafélagi hennar sá sig semsagt tilneyddan til að tilkynna það að Kara væri að sulla í áfengi á miðjum skóladegi.
Þetta var Drama dagsins - í boði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar .