15.4.2008 | 15:20
Spring break eða A break from spring
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Geggjað veður í Ardsley, NY - glampandi sól, fuglakvak, flugnasuð, blómstrandi tré og runnar, iðandi lækjarspræna, stuttbuxnaveður, fuglar liggja á eggjum og lífið er ljúft.
Og við ætlum að fara í Spring break til Íslands . Nágranni minn, hún Karen, hló dátt þegar ég sagði henni þetta og spurði hvort við þyrftum að fá smá break from spring
. Svoldið flott hjá henni miðað við vorið hérna og vorið á Íslandi. Þau ætla til Argentínu og það er svolítill munur á því sem fer í töskurnar hennar - sumarföt, bikiní og sólarvörn, við pökkum niður öllum vetrarfötunum okkar, skíðaskónum og frostbitsvörn.
Ætlum svo reyndar að skilja öll vetrarfötin og skíðaskóna okkar eftir á Ísalandinu , lítil von til þess að þau verði notuð meira hérna.
Nú er komið svona skilti á lóðina hjá okkur:
Við erum búin að bóka gám 26.júní og flug heim 3.júlí - jeyyy . Ætlum að taka okkur smá "sumarfrí" í Atlantic City áður en við komum heim. Við verðum svo á þvælingi um Ísland fram í ágústbyrjun þegar við fáum gáminn og húsið okkar heima afhent.
Ég get þá hætt að vera grasekkja í Ammríku og farið aftur í að vera grasekkja á Íslandi .
Höldum heim á fimmtudaginn, vona að ég nái að hitta ykkur sem flest.
Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar og símtölin, var alveg yndislegt að heyra í og frá ykkur .
Knús og kossar, Birgitta og co
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)