Mörtuheimsókn

Við Marta ákváðum að þyrftum nauðsynlega á að halda húsmæðra- og lærdómsferð á Manhattan. Ég stakk því af um miðjan síðasta sunnudag, tékkaði okkur inn á hótel, settist með Löbbuna í fangið upp í rúm, lærði og beið eftir Mörtu.

Það virðist ekki ætla að ganga áfallalaust hjá henni að komast hingað, núna var seinkun og kraðak dauðans við immigration, bið eftir leigubíl og ég veit ekki hvað. Til að toppa þetta allt saman virkaði síminn hennar ekki svo ég hafði ekki hugmynd um hvað tefði hana svona og var komin á fremsta hlunn með að hringja ... eitthvert ...  þegar hún loksins birtist að verða 22.

 DSC03491Það verður að viðurkennast að við vorum ekkert alltof duglegar að læra en þeim mun duglegri að versla. Við tókum okkur líka dekurdag þar sem við fórum í facial, mani- og pedicure hjá Mario Badescu - alveg geggjað! Fórum svo út að borða á Nobu, japönskum veitingastað sem er víst á 3 stöðum í NY. Við fórum á staðinn í Tribeca og ég hef nú sjaldan borðað eins mikið af bragðgóðum og öðru vísi mat.

Það fór eitthvað lítið fyrir lærdómi í Manhattan enda útiloka 'lærdómur' og 'Manhattan' eiginlega hvort annað. Við ákváðum því að kíkja betur á Sjón og hans ritverk hérna á Krossgötunni og njóta þess bara að vera í smá kellufríi. Komum hingað á þriðjudagskvöldinu, nokkuð vel klyfjaðar og kátar. Hérna sést Marta með afrakstur Manhattan ferðarinnar Wink.

Á miðvikudeginum ætluðum við að vera voðalega duglegar að læra en eitthvað fór nú lítið fyrir því, það voru nokkrar búðir sem við þurftum nauðsynlega að kíkja aaaaaaðeins í hérna í hverfinu. Svo kom Óli Mörtu um kvöldið og þá gátum við auðvitað ekki eytt kvöldinu í lærdóm heldur spiluðum og kjöftuðum eitthvað frameftir.
Það var því með ofurmannlegu átaki á fimmtudeginum sem við rumpuðum saman 35% ritgerð og svei mér þá ef hún er ekki bara nokkuð góð Joyful - það verður samt að koma í ljós síðar í sömu sögu.

Ég kvaddi Mörtu svo á lestarstöðinni seint um kvöld (voðalega rómantískt) og hún fór að hitta kallinn sinn niðrí bæ.

Fátt annað fréttnæmt héðan í bili,
knús og kossar í öll kot, Birgitta


Bloggfærslur 17. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband