23.6.2008 | 15:46
Flugi flýtt vegna veðurs
Ákvað að kíkja á veðurspána fyrir Long Island, athuga hvort við fengjum ekki sól og blíðu og dásemd og dýrð í þriggja daga sumarfríinu okkar.
Ónei, það var sko ekki í boði.
Veðurspáin fyrir akkúrat þessa 3 var bara glötuð. Þrumuveður og rigning ALLAN TÍMANN. Sól og blíða daginn áður og daginn eftir að við ætluðum að halda heim.
Veit fátt leiðinlegra en að kúldrast inni á hótelherbergi í leiðindaveðri .
Breytti því planinu með det samme.
Við krakkarnir ætlum að fljúga heim með Köru á fimmtudagskvöldið. Undramundur ætlar að skila húsinu okkar hérna og fara með bílinn á bílasöluna og kemur með föstudagsfluginu.
Þó það verði leiðindaveður á Íslandi er mun betra að kúra í ömmu og afa koti en á hótelherbergi á Long Island.
Best að bretta upp ermarnar og henda mér í pakkið.
Knús,
Birgitta og co