Aukastress - update

Ekki að það hafi verið mikið stress í gangi hjá okkur - sem betur fer Wink - allir voðalega slakir.

Það breyttist aðeins í gær. DSC03883
Eimskip hafði samband (loksins!) og þá er ekkert öruggt að þeir geti staðfest gáminn til okkar á morgun Shocking. Jafnvel ekki fyrr en á föstudaginn.
Og við búin að breyta fluginu okkar og alles.
Og panta flutningamenn til að hjálpa okkur - á morgun.
Og fá Maríurnar mínar til að koma og þrífa húsið - á föstudaginn.

Svona lítur borðstofan okkar út í dag Tounge.

Það eru samt allir í svo góðum gír að þetta náði ekkert að hræra (mikið) í okkur. Ef til kemur þá breytum við bara plönunum skv. því.
Fer samt svoldið illa með Planið að vita þetta ekki af eða á...

Update: Eimskip náði að redda málunum og gámurinn verður kominn - á undan áætlun! - fyrir hádegi á morgun Tounge.

Birgitta


Bloggfærslur 25. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband