Uppgjör

Ég var spurð að því um daginn hvort ég saknaði ekki New York. Ákvað að svara því ekkert strax, spá ekkert í það fyrr en hlutirnir væru komnir í eðlilegt horf hérna heima og allt komið á eðlilegt ról.

Og núna get ég alveg sagt að það er slatti sem ég sakna.

Ég sakna þess að fá skemmtilegar heimsóknir í marga daga þar sem maður getur verið að dandalast í búðum, börum og veitingastöðum og hafa það gaman og gott. Ég held að það sé lítill séns á slíkum heimsóknum hingað í B12.

Ég sakna allra búðanna minna. Bæði matvöruverslananna, með öllum nýju og fersku ávöxtunum og hrikalega flotta úrvalinu, og auðvitað allra hinna búðanna líka.

Ég sakna þess að geta ekki skotist niður á Manhattan í dagsferð - Reykjavík er fín en ekki alveg jafn stórfengleg Wink

Ég sakna ruslakallanna minna Smile. Þeir komu 2svar í viku og tóku rusl og einu sinni í viku komu þeir og tóku pappa og/eða plast. Semsagt mjööög auðvelt að endurvinna.

Ég sakna líka útsýnisins af veröndinni. Það breyttist á nokkurra vikna fresti og var alltaf jafn fallegt:
Verönd2verönd3

Vona að það sé hægt að smella á myndirnar og stækka þær þannig að þetta sjáist betur. (og já, þetta er ég að dunda mér við í sumarfríinu af því að ég hef EKKERT betra að gera Tounge).


Og síðast en ekki síst sakna ég Maríanna minna á þriðjudagsmorgnum, syngjandi og trallandi, skúrandi og skrúbbandi. Það er ekki séns að ég nái að búa jafn vel um rúmin og þær - sama hvað ég reyni.

Það sem vegur samt upp á móti þessu öllu saman er hvað börnin mín eru frjáls og ánægð hérna heima. Þau eru valsandi um allan Árbæinn með vinum sínum, skjótast í sund, í hjólatúra eða bara heimsóknir, án þess að ég þurfi að bóka slíkt með 2ja vikna fyrirvara og án þess að ég sé með hjartað í buxunum af áhyggjum.
(Svo er líka miklu auðveldara að gefa þeim að borða hérna Wink).

Knús í kotin,
Birgitta


Bloggfærslur 7. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband