4.6.2007 | 11:47
Húsaskoðun í Amríkunni
Þá er maður kominn heim eftir maraþonferð í húsaskoðun.
Við skoðuðum 10 hús á ca 5 tímum, hvert þeirra með a.m.k. 4 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum, formal og informal dining rooms, eldhúsum, kjallörum, bílskúrum og sum með walk in closet í hverju herbergi, háaloftum, leikherbergjum og ég veit ekki hverju.
Nokkur gátum við útilokað strax eins og húsið sem við köllum psychadelic húsið . Það var vægast sagt ótrúlegt! Teppin voru rauð, svört og drapplituð, veggfóðrið, rautt, svart, gyllt, silfurlitað, hvítt og grænt og baðherbergin OMG! Húsið var eins og beint útúr Austin Powers mynd. Eini plúsinn var að það var með sundlaug og poolhouse en sá plús var ekki nógu stór til að dekka alla mínusana. Annað hús gátum við strækað á strax og það var ca 500 fermetra villa. Það var akkúrat ekkert að því húsi - risastór herbergi og hjónaherbergið með 2 walk in closets + his and hers baðherbergjum - en verðið var auðvitað eftir því.
Restin kom bara ágætlega til greina. Allt mjög hugguleg og fín hús. Nema hvað ég fékk svona míní breikdán þegar við vorum búin að skoða þetta allt saman. Gat ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að flytja út . Sá mig ekki í anda sem ameríska húsfrú.
Við ræddum málin fram og til baka og endum líklega á að leigja bara húsið okkar hérna heima, ekki selja það. Það róaði mitt litla sálartetur, ég held ég þurfi að hafa eitthvað akkeri hérna heima til þess að ég sé tilbúin í svona ævintýri - sálartetrið mitt er sko ekki stórt .
Húsið sem við erum hrifnust af er reyndar ekki með sundlaug en það hefur allt annað sem við vorum að leita að. Oooog það er ekki með teppi á öllum svefnherbergjum! Ótrúlegt alveg hvað öll svefnherbergi eru teppalögð þarna úti og reyndar stundum bara ALLT teppalagt - m.a.s. baðherbergin.
Nú þurfum við bara að hafa samband við hana Susan fasteignamiðlara og athuga smáatriðin eins og að gera tilboð, afhendingartíma og þ.h.
Læt vita hvernig gengur.
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Spennó!!! Hlakka til að fylgjast með frekari ævintýrum familíunnar.
Knús frá mér.
Elísa (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 12:57
Úhú! Lúkkíng gúdd! Ekki hafa áhyggjur, þetta verður geðveikt ævintýri og þið eruð jú ekki að brenna neinar brýr að baki ykkur. Ég öfunda þig fullt!
Edda (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 13:15
Þetta er algjörlega frábært! Ekki alveg það sem maður á að venjast á ísa köldu landi. Fylgist spennt með.
Guðrún Gyða Árnadóttir, 4.6.2007 kl. 15:15
Hæ hæ
Þetta lýtur mjög vel út hjá ykkur......ég óska ykkur bara góðs gengis og fylgist áfram með ykkur. Kveðja frá Spáni - María Rebekka
María (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.