6.6.2007 | 10:33
Sumarprógrammið
Búin að sitja sveitt við að bóka börnin í sumarbúðir og námskeið, ekki af því að það þurfi að koma þeim fyrir heldur vegna þess að þau langar svoooo til þess. Hann fer í Vatnaskóg með bekkjarfélögum og hún í Vindáshlíð með bestu frænkunni (Helena mín, þú ert of gömul fyrir Vindáshlíð, annars hefði hún pottþétt viljað fara með þér ).
Svo ætla þau að skella sér á námskeið hjá TBR, fóru í fyrrasumar og fannst alveg meiriháttar. Held kannski að mesta sportið hafi verið að fá að fara þangað í strætó - ein - en þau hafa mjög gaman af badminton svo það verður bara fjör.
Það vantar eiginlega alveg svona sumarnámskeið fyrir þreyttar húsmæður og/eða nemendur. Dagskráin í Vindáshlíð gæti t.d. alveg hentað - með smá lagfæringum:
10:40 Brennókeppni milli herbergja, íþróttir, frjáls tími
12:30 Matur
Val tími
15:30 Kaffi
Undirbúningur fyrir kvöldvökur, brennókeppni, íþróttir, frjáls tími
18:45 Kvöldmatur
Frjálstími
20:15 Kvöldvaka
Kvöldkaffi
Inn á milli mætti bæta nuddi, hand- og fótsnyrtingu, andlitsbaði, yoga, skemmtilegri fræðslu, vínsmökkun, sjálfstyrkingu og mörgu fleiru.
Ég væri sko alveg til í þannig viku!
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ÚFFFFFFFFF ef þú finnur svona sumarbúðir máttu endilega bóka fyrir mig líka. Við þurfum að komast í svona húsmæðraorlof.
Love Hildur B
Hildur Birna (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 01:04
Panta að koma með líka.............!
Guðrún Gyða Árnadóttir, 7.6.2007 kl. 10:50
Ég kem líka með! Er ekki hægt að setja inn "kvöldstaup" í staðin fyrir "kvöldkaffi" , nú eða bara "rauðvínskvöld"
Marta (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.