Húsafréttir

Þá er maður kominn heim úr húsaskoðunarferð númer 2 og hún gekk nú frekar betur en sú fyrri. Það er ólíkt annað að skoða hús með það fyrir augum að kaupa það en þegar maður er að hugsa um að leigja. Núna gat maður skoðað með því hugarfari að maður gæti breytt og bætt - eitthvað sem er víst frekar hæpið að ætla sér ef maður er að leigja.

Við skoðuðum 11 hús og leist vel á 4 þeirra. Ekkert með sundlaug en við sáum líka að þar sem voru sundlaugar voru þær frekar sjabbí og subbó og það er greinilegt að þeim fylgir mikið viðhald og vinna.
*svo, þið sem ætlið að koma í heimsókn getið skilið keppnissundbolinn eftir heima - takið bikíníið endilega með því það má liggja í sólbaði þó það sé engin sundlaug Wink*

Hverfin sem við erum að skoða heitir Scarsdale og Ardsley - það er svona eins og Vogar/Sund, eru alveg hlið við hlið. Þetta er ca 30 mín norðan við Manhattan í sýslu sem heitir Westchester. Þetta er allt voðalega krúttulegt og sætt, stutt í allt og góðir skólar og maður sá börn að leik úti og á rölti "in the Village" svo þetta virðist vera þokkalega secure svæði.

Nú er bara að sjá hvort maður smelli tilboði í eitthvert húsanna og hvað kemur svo úr því.

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi þér vel í fasteignakaupum ... og bara öllu sem þú ert að taka þér fyrir hendur þarna í stóru ameríkunni

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 18:12

2 identicon

Hæ beibí. Þá er maður loksins komin í netsamband.

Fylgist spennt með framhaldinu. Þetta eru miklar reddingar, af hverju læturðu ekki bara kallinn sjá um þetta í Amríkunni?

Luv, Hilla McSmilla

Hildur Sig (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:52

3 identicon

Vá, greinilega allt að gerast! Verð að hitta þig áður en ég leggst í flakk og þú ferð í húsaskoðun þrjú.. fjögur.. fimm.....

Marta (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband