Húsamálin að skýrast

Jæja, þá eru málin loksins að komast á skrið Smile.
Í síðustu ferð skoðuðum við aftur húsið sem er hérna að neðan og vorum jafn hrifin og fyrst. Málið var bara að það var komið samþykkt tilboð í húsið. Við erum bara svo heppin að í USAnu eru kauptilboð ekki samþykkt fyrr en búið er að fá Inspector til að skoða húsið, báðir aðilar eru búnir að láta lögfræðingana sína fara yfir tilboðin og báðir aðilar búnir að undirrita.
Við náðum semsagt einhvers staðar inn í það ferli og húsið verður líklega okkar Grin.
Nú er bara að krossa putta og vona að enginn poti sér inn í okkar ferli og nái af okkur húsinu.
Reyndar segir hún Susan fasteignamiðlari að seljendurnir séu komin með nóg og að þau muni ekki taka öðru tilboði - öðru en okkar þ.e. - svo ég er bara nokkuð bjartsýn.

Eva Dröfn fær þá prinsessuherbergið sitt, Árni Reynir prinsaherbergið og við hin stór og góð herbergi, húsið er allt í toppstandi, nýuppgert og ferlega flott.
Ég verð reyndar að hryggja ykkur með því að það er ekkert gestaherbergi W00t en skrifstofan og fjölskylduherbergið eru alveg nógu stór fyrir svefnsófa og nokkra gesti Kissing.

Nú á ég bara eftir að fá að vita hvenær við fáum afhent, finna leigjendur að húsinu mínu hér og bretta svo upp ermar og byrja að pakka Wink.

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá til lukku - krossa putta (og augu)að þetta klárist á farsælan hátt

Marta (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 13:20

2 identicon

Jaasoo, það er ekkert annað. Nú er þetta að verða doldið real og allt getur farið að gerast. Líst vel á! New York, New York....Skulum endilega reyna að hittast meira en þegar ég bjó úti, 10. júlí er inni hjá mér.

Hildur Sig (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband