Svæfum bara kisu...

Við erum svoldið búin að vera að vandræðast með hvað við eigum að gera við kisu þegar við flytjum út. Eva Dröfn kom með lausnina í gær:

E: Mamma, ég held við verðum bara að svæfa Krúsí þegar við flytjum!
M: Ha? Heldurðu það?
E: Já, ég held að henni myndi líða illa í flugvél og í sóttkví og þá er bara best að svæfa hana.
M: En eigum við ekki frekar að reyna að finna eitthvað gott fólk sem vill eiga hana?
E: Nei, ég vil frekar að við svæfum hana!
M: Humm, mér finnst það nú ekki góður kostur.
E: Jú, svo vekjum við hana bara þegar við flytjum aftur heim!

Jahá, þabbla þa Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi var nú doldið góður! Sniðug lausn, af hverju geriði þetta ekki bara eins og barnið leggur til??

Hildur Sig. (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 18:42

2 identicon

æji en krúttlegt.

Hildur Birna (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband