25.6.2007 | 22:17
Fjörugar frænkur
Frænkugisting í gangi og mikið fjör og enn meira gaman.
Af því mömmur leyfa oft meira en vanalega þegar frænkur eru að gista báðu þær um að fá að mála hvora aðra - og fengu leyfi til þess.
Ég verð að viðurkenna að ég fékk nett sjokk að sjá þær og bað til guðs að þessi stríðsmálning myndi renna af jafn ljúflega og hún rann á. Það var ekki alveg svo gott!
Heilu handklæði, hálfum sápubrúsa og miklu nuddi síðar eru þær orðnar nokkuð líkar litlu sætu stelpunum sem þær voru fyrr í kvöld.
Þetta var samt ekki næstum eins slæmt og þegar Eva Dröfn var nýbúin að kynnast einni vinkonu sinni. Þær voru uppi í herbergi að leika, rosalega hljóðar og góðar - þá hefðu viðvörunarbjöllurnar átt að fara af stað! Þær komu svo niður í eldhús og spurðu hvort þær væru ekki fínar?
Þá voru þær búnar að dunda sér við það í rólegheitum að klippa hvora aðra . Ég þurfti því að labba yfir, kynna mig fyrir mömmunni með nýju vinkonuna kiwiklippta við andlitið. Mamman meira að segja búin að vera að berjast við að láta hana safna toppi í marga mánuði.
Hún tók þessu sem betur fer rosalega vel, alveg lygilega vel eiginlega. Þær fengu meira að segja að leika sér saman aftur .
Birgitta - (með öll skæri heimilisins í gíslingu)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ómægod! Tveir bleiknefjar á leið í Vindáshlíð! Ég vona þær hafi sofnað vært og rótt eftir þessi ósköp.
Mamma frænkunnar (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.