Stund milli ... barna

Alls ekki stríða Wink!

Árni Reynir hélt glaðbeittur af stað í Vatnaskóg í morgun. Hann fór með bekkjarfélaga sínum og vini og var að springa úr spenningi.
Sérstaklega af því að hann var með veiðistöng með sér - og ekki bara einhverja veiðistöng heldur hafði hann fengið lánaðan spúninn hans afa síns og það er sko það flottasta ever! Það fengu sko allir að heyra það!

Ég er því bara í rólegheitum þar til klukkan 17 þegar ég fer og sæki Evu Dröfn sem er að koma úr Vindáshlíðinni.

Ég skal alveg viðurkenna að mitt ungamömmuhjarta er alltaf pínu órólegt þegar börnin eru svona "langt" í burtu. Það er því alveg meiriháttar að geta fylgst með ungunum sínum á vefsíðu KFUM. Þar fann ég t.d. þessar myndir af sponsinu mínu og frænkunni:

VindáshlíðVindáshlíð (21)

 

 

 

 

 

 

Vindáshlíð (22)

Það er greinilegt að henni hefur ekki leiðst. Ég hlakka mikið til að heyra sólarsöguna þegar ég hitti hana á eftir Smile.

Svo mæli ég eindregið með því að senda systkini á sitthvorum tímanum í svona ævintýri. Þau hafa voðalega gott af því að fá frí frá hvoru öðru og upplifa að vera "einkabarn" í eina viku.

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband