11.7.2007 | 10:47
Sumarbúðir, ferðalög og fleira
Þá er ég loksins búin að endurheimta bæði börnin úr sumarbúðunum.
Þau eru alsæl með dvölina og eru mjög dugleg við að þylja upp ýmiss vers og ritningar við hvert tækifæri sem gefst. Þau lærðu margt gott um fyrirgefningu, umburðarlyndi og náungakærleika - verst bara að þau lærðu ekkert um fyrirgefningu systkina, umburðarlyndi gagnvart systkinum og systkinakærleika .
Árni Reynir virðist ekki hafa verið eins fyrirferðamikill og Eva Dröfn, að minnsta kosti eru fáar myndir af honum á vefsíðu KFUM, en hérna sést honum bregða fyrir.
Hann veiddi ekkert, þrátt fyrir spúninn frá afa, en það veiddi enginn neitt svo það er spurning hvort það séu einhverjir fiskar þarna yfir höfuð?
Næst á dagskrá hjá fjölskyldunni er ferð til New York á morgun. Við ætlum að taka okkur eina viku og skoða m.a. Empire State bygginguna, American Museum of Natural History (safnið í Night at the Museum), Times Square (og ToysRUs auðvitað!), hinar og þessar búðir komnar á Planið - America's Hobby Center, Build a Bear og svo tekst mér vonandi að draga Köru með mér í eina eða tvær fata- og skóbúðir.
Svo ætlum við auðvitað að skoða tilvonandi heimilið okkar. Ég held að börnin séu spenntust yfir því .
Ætla að smella hérna tveimur gullkornum frá Evu Dröfn í lokin.
Ég veit nú ekki alveg hvernig henni dettur þetta í hug en hún spurði um daginn: "mamma, erum við milljarðaræningjar?"
Og í einhverri landafræðiumræðunni: Mamma, hvernig álfur er eiginlega heimsálfur?
- jahérna hér .
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Athugasemdir
Snilldarkrútt . Hafið það rosa gott í ferðinni!
Marta (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.