Ferðasagan

Loksins er búið að rofa nógu mikið til í kollinum á mér til að ég geti komið frá mér smá ferðasögu.

Ferðalagið hófst hjá okkur börnunum með flugi til New York þann 12.júlí. Í flugvélinni
Börnin mín eru auðvitað orðin svo stór að það var minnsta mál í heimi að ferðast með þau. Það var helst að ég ætti í vandræðum með að halda henni Evu Dröfn úr Fríhöfninni Wink.
Við tókum svo leigubíl á hótelið sem var mjög vel staðsett rétt við Times Square. Þar hittum við pabbann okkar og það voru sko fagnaðarfundir. á Times SquareBörnin voru hálf-þreytt en við ákváðum samt að við yrðum að taka einn stuttan göngutúr út á Times Square til að sýna þeim dýrðina. Þeim þótti þetta jú, nokkuð flott en virtust þó vera hrifnust af öllum búðunum! M&M búðin á þremur hæðum, ToysRUs og fleiri heilluðu þau alveg uppúr skónum.
Okkur tókst þó að draga þau inn á herbergi og ná þeim í bælið.
Næsta dag fórum við upp í Westchester að hitta Inspectorinn sem fór yfir húsið okkar - mig vantar góða þýðingu á þessu starfsheiti, það sem hann gerði var að fara yfir allt húsið frá grunni til loftnets og skilaði okkur 33 síðna skýrslu um ástandið - þarna var hann semsagt að fara yfir öll þessi atriði með Guðmundi. Á meðan þeir potuðu í jarðveg, skoðuðu rör og leiðslur og eitthvað meira, skoðuðum við börnin húsið. Krakkarnir urðu mjög hrifin af herbergjunum sínum og þau voru bara enn sáttari við þetta allt saman.
Það er virkilega góður andi í húsinu, okkur leið öllum alveg eins og heima hjá okkur þó svo við værum ekki með neitt af okkar dóti þarna og eigandinn og börnin hans væru þarna á vappinu Smile.
Við enduðum svo ferðina til Scarsdale á því að skoða skólana sem börnin munu fara í næsta haust og það jók bara á spennuna.Í Empire State
Við vorum í New York fram á sunnudag og náðum að gera alveg heilmargt á þessum stutta tíma. Árni keypti sér risastóra Air Force One, fjarstýrða flugvél sem við fórum með í Central Park, við fórum upp í Empire State, fórum og sáum Lion King á Broadway, versluðum einhver ósköp af leikföngum og fötum, borðuðum góðan mat og bara höfðum það virkilega gott.

Í Atlantic CityÁ sunnudeginum brunuðum við svo af stað til Atlantic City. Það er ekki nema rúmlega 2ja tíma akstur þangað frá Manhattan. Þar var tímanum eytt á ströndinni að "sörfa", pínu gambl og leti. Á ströndinni
Þarna vorum við í 3 nætur en síðasti dagurinn fór í 14 tíma ferðalag - akstur á flugvöllinn í Philadelphia, flug þaðan til Boston, rútuþvælingur á flugvellinum í Boston og svo flugið heim til Íslands.

Í heildina alveg frábær ferð og ég held að við séum öll jafn hrifin af því sem Ameríka hefur upp á að bjóða (sem er nánast allt sem manni dettur í hug Wink).

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ beibí.

Flott að sjá að allt gekk vel. Þetta lofar allt góðu...

Þurfum að plana hitting áður en þið leggið í 'ann...

Hilla litla (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 20:21

2 identicon

Hellúúú.

Hrikalega spennandi ævintýri framundan! Tek undir með McHillu... hittingur er möst.

Knús, Elísen

Elísa (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband