30.7.2007 | 19:41
"Smá" drama
Við vorum að fá slæmar fréttir . Það er sko bara búið að selja húsið "okkar"!
Datt nú í hug orðatakið "oft kemur vel á vondan" því það voru einhverjir sem gerðu nákvæmlega það sem við gerðum - köttuðu inn í samningaferlið okkar og "stálu" af okkur húsinu.
Reyndar vorum við bara að bíða eftir að eigandinn skrifaði undir fullkláran samning, svo að við áttum nú ekki að þetta gæti klikkað svona korter í closing - en svona er lífið...
Ég er því á leiðinni út til NYC enn og aftur. Fer á miðvikudagsmorgun og kem á fimmtudagskvöldið og getiði hvað ég er að fara að gera???
Jújú, skoða hús .
Ég verð að viðurkenna að ég er orðin frekar óróleg! Við eigum að afhenda húsið okkar hérna í Árbænum á föstudaginn! Eigum reyndar svo góða að að okkur standa alls staðar til boða staðir til að halla höfðinu okkar á en það dugar einhvern veginn ekki til að róa mig niður... Mér líður betur þegar ég veit hvað er handan við hornið og nú hef ég ekki einu sinni hugmynd um handan hvaða horns framtíðin liggur!
Þið megið alveg senda mér svona róóóóósemdar strauma svo ég fari ekki bara yfirum!
Þakka fyrir að hafa Harry Potter til að dreifa huganum, veit ekki hvað ég gerði án hans .
Meiri fréttir síðar - Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ elsku kellan mín. Þetta var leiðinlegt að heyra.
Sko.... þegar ég var að kaupa hér forðum misstum við að draumaeigninni akkúrat svona. Það var búið að gera munnlegan samning og síðan þegar við ætlum að skrifa undir, þá bara, úbbs. Ég var svoooo spæld.. grenjaði og allt. Þá sagði hún tengdamóðir mín mér að ég ætti nú bara að bíða róleg því það kæmi eitthvað miklu betra en þetta. Ég hef aldrei á ævi minni orðið eins móðguð. "Betra en þetta... bla bla bla!" En viti menn... viku seinna kom íbúðin mín inn í myndina. Miiiiiiklu betra en hin auðvitað. Sannaðu til elsku vinkona.
Þú átt eftir að verða svo gasalega lukkuleg í nýja húsinu !!!
Knús til þín.
Elísa (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:16
Ómægod! Hvernig getur þetta verið? Geta tvær frænkur verið jafn óheppnar? Alla vega tókst mitt betur í annarri tilraun, ég er viss um að það sama verður upp á teningunum hjá ykkur.
Gangi þér vel "househunting", bíð spennt eftir fréttum!
Kv.
Edda
Edda frænka (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.