7.8.2007 | 10:57
Flutningar og húsamál
Nú erum við loksins búin að afhenda húsið okkar og að verða búin að koma okkur fyrir og þá hef ég smá tíma (og orku) í að skrifa fréttir .
*Já Edda Björk, þetta er alveg með ólíkindum með okkur frænkurnar! Ég held bara að ömmur og afar hafi sett puttana í þetta og séð til þess að við færum í rétt hús *
Síðasta vika er búin að vera hreint lygileg hjá okkur. Við fengum að vita sl. mánudag að við hefðum misst húsið sem við vorum búin að kaupa (að ég hélt) sem þýddi það að við Gummi þurftum að rjúka út til USA á miðvikudaginn. Við skoðuðum nokkur hús í New Jersey og nokkur í Scardale-hverfinu í New York. Okkur leist best á eitt húsið í NJ en þegar við fórum að kanna skóla og slíkt þá kom það frekar illa út. Við ákváðum því að halda okkur við hverfið í NY og gerðum tilboð í 2 hús þar. Þau voru bæði samþykkt svo nú erum við að bíða eftir að pappírsvinnan klárist alveg þangað til við getum sagst vera komin með hús.
Við komum svo heim síðasta föstudagsmorgun og fórum þá á fullt í að losa húsið okkar. Við erum svo heppin að litla systir fór í sumarfrí til Spánar svo við fengum að koma okkur fyrir í flottu íbúðinni hennar og þurftum því ekki að sofa innan um pappakassa og svarta ruslapoka .
Þar sem það borgaði sig ekki fyrir okkur að flytja búslóðina með okkur ákváðum við bara að reyna að selja hana. Sendum auglýsingar á vini og vandamenn - og á Barnaland. Þetta gekk svo vel að við erum búin að losa nánast allt , bara ein kommóða og 2 skrifborð eftir.
Þetta gekk ótrúlega vel og við náðum að losa húsið og afhenda það í gærdag.
Núna erum við bara að jafna okkur á hasarnum og munum líklega ekki hreyfa okkur í allan dag. Nema við förum í göngutúr og áttum okkur aðeins á umhverfinu og hvað er hægt að gera hérna í kring.
Ég set svo inn fréttir þegar húsamál fara að skýrast, vonandi verður þetta orðið 150% núna næstu daga og ég get farið að huga að því að koma okkur "heim".
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Flott að heyra kellan mín. Nú vil ég bara fá saumó til að fá meiri details! Úbbs... er ég nokkuð næst? :)
Elísa (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 01:20
Já, það hafa alla vega verið einhverjir puttar í þessu, það hlýtur að vera. Er alla vega alsæl með "nýja húsið mitt", miklu betra heldur en það fyrra! Hlakka til að lesa framhaldið.
Bestu kveðjur til ykkar allra í pappakassalandi.
Edda (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 08:02
Hæ Birgitta mín....voðalega var leiðinlegt að heyra hvernig fór með húsið....en eins og allt annað þá á þetta pottþétt eftir að hafa góðan endi fyrir ykkur...ég krossa fingur fyrir ykkur og gangi ykkur allt í haginn. Kveðja María
María (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.