13.8.2007 | 14:20
Engar fréttir eru (ekki) góðar fréttir
Ástandið er orðið frekar þreytt.
Það er enn ekkert að frétta af afhendingardegi svo ég get lítið Planað og ekkert gert.
Við flengjumst núna á milli góðviljaðra ættingja - búin að vera í nokkra daga í Bústaðahverfinu, erum núna hjá múttu í besta hverfinu og flytjum á miðvikudaginn í Sundahverfið.
Ég skal alveg viðurkenna að þessi þvælingur á mjög illa við mig og það á enn verr við mig að vita ekki nákvæmlega hvenær ég flyt út.
Þetta er samt ágætis æfing í þolinmæði og ævintýramennsku, vona bara að ég komist gegnum þetta heil á geði .
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Viltu koma í gamla, góða kjallarann og rifja upp gamla tíma?
Guðrún Gyða Árnadóttir, 14.8.2007 kl. 11:42
Elsku frænka. Lána þér hér með eitt stykki Pollýönnu til að nota í tilvikum sem þessum - ekki veitir af!!!
Edda (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.