23.8.2007 | 08:46
Krossgata
Þetta gekk !
Undramundur hringdi seint í gærkvöldi, búinn að undirrita samninginn og það sem meira máli skiptir, kominn með undirritun frá eigandanum líka! Ég bað hann nú að fara vel yfir samninginn og athuga hvort það væri ekki 100% allt rétt og enginn séns fyrir eigandann að bakka útúr þessu og þetta stemmir allt .
Við fjölskyldan erum því loksins komin með hús. Við flytjum á Krossgötu 11 í Ardsley, NY.
Húsið fáum við afhent 4.september en stefnan er að fara út eitthvað fyrr svo við getum verið tilbúin með öll húsgögn, raftæki og aðrar nauðsynjar um leið og við fáum afhent og byrjað strax að púsla okkur inn.
Það er hæpið að okkur takist að flýta afhendingardegi en við fáum að fylla bílskúrinn svo við getum verslað eins og sjúklingar, hrúgað öllu í skúrinn og byrjað strax að koma okkur fyrir um leið og við fáum afhent.
Málið er nefnilega að skólarnir byrja 6.september og mér finnst eiginlega lágmark að börnin eigi rúm að sofa í og morgunmat í ísskápnum þegar skólinn byrjar.
Þetta bjargast allt saman einhvern veginn - við erum alla vega komin með hús.
Og það er ekkert smá hús !
Minnir að hjónaherbergið sé 40+ fermetrar. Ég segi "minnir" vegna þess að ég man ekki alveg hvernig húsið lítur út. Við skoðuðum svo mörg hús í síðustu ferð að ég er farin að rugla þeim öllum saman. Man samt að mér líkaði það vel svo það hlýtur að vera gott .
Það er alla vega nóg pláss fyrir gesti . Byrja að taka bókanir 10.september .
Það er semsagt bara gleði gleði.
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Frábært og æðislegt, til hamingju!
Marta (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 08:58
En frábært að heyra! Þetta hlaut að ganga upp. Það er ekki langt í 4. september. Úff, ég get samt ekki sagt að ég öfundi þig með það sem tekur við! Handklæði, ruslakörfur, klósettburstar, hvítlaukspressa, tuskur, óhreinatauskarfa...það er endalaust sem maður þarf að kaupa og hefur ekki beint pælt í að sé alveg nauðsynlegt. En ef þér finnst gaman að versla, þá verður þetta allt í lagi. Þarft kannski að byrja á nýju handtöskusafni þarna úti?
Edda (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:12
Líst sko ekki illa á nýtt handtöskusafn - ég mun alla vega hafa nóg pláss fyrir það . Það er reyndar ekkert Argos hjá mér en ég mun pottþétt nýta mér eitthvað af hinum búðunum, held að það séu nánast allar verslanir í amríku með home delivery.
Annars er ég bara glöð og kát yfir því að vera komin með þak yfir höfuðið og hlakka bara til að sjoppa eins og MF
Birgitta, 23.8.2007 kl. 09:54
Skooo Birgitta mín...jákvæð hugsun og þá gengur allt vel hjá manni. Ég er ótrúlega ánægð fyrir ykkar hönd og gangi ykkur bara rosalega vel og ekki gleyma að hafa gaman af þessu öllu saman.....oft erfitt.. en þegar litið er til baka...er ekki "gaman af því" nema að maður þurfi að leggja eitthvað á sig. Hlakka til að fylgjast með ys og þys í Ameríkunni :-) Kveðja María
María (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:34
Til hamingju með húsið og hafið það gott í USA.
Kveðjur frá Gautaborg
Þóra (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 14:43
Svaðalegar hamingjuóskir frá H100! Þar kom að því......nýr og spennandi kafli að hefjast. Bíð spennt eftir nánari fréttum og fæ ekki ró í mín bein fyrr en ég sé myndir. Væntanlega teknar með víðlinsu miðað við stærðina á kofanum...
Guðrún Gyða Árnadóttir, 23.8.2007 kl. 18:45
jæææææja... mín bara farin á vit ævintýranna!!! Spennandi!
Ég hlakka til að fylgjast með þér og þínum. Njótið lífsins þarna úti.
Elísa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.