27.8.2007 | 18:18
Börnin farin
Þá eru börnin farin út með pabba sínum.
Ég skal alveg viðurkenna að ég hafði bara hlakkað pínu til að eiga smá tíma ein með sjálfri mér eftir að hafa verið með börnunum í allt sumar en úff púff hvað þetta var erfitt . Er ekki frá því að nokkur tár hafi laumast niður kinn á leiðinni frá flugvellinum.
Það er svo skrítið hvað það er ólíkt að skjótast sjálfur til útlanda og börnin bíða heima - að vera sá sem bíður heima er ekkert gaman.
Núna langar mig barasta ekkert að vera ein með sjálfri mér, langar bara að vera í flugvélinni með Undramundi og ormunum .
Bíð samt spennt eftir að hann sendi mér myndir af slotinu ógurlega, skal pósta einhverjum þeirra hingað inn um leið og þær berast.
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Athugasemdir
Ææ nei það er neflilega ekkert gaman að vera sá sem bíður heima.... tíminn er alltaf svo lengi að líða þegar maður er að bíða. Þú verður bara að reyna að hlaða batterýin á meðan þú bíður
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 28.8.2007 kl. 08:55
Geri allt sem ég get til að láta þér líða betur yndið mitt
Verður spennandi að sjá myndir ...
Marta (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.