Bólusetningar og fleira

Það verður víst einhver bið á myndum, við fáum líklega ekki að kíkja í heimsókn fyrr en á laugardaginn en það góða við það er að þá fæ ég að fara með Smile.

Það er lítið nýtt að frétta nema hvað þegar Undramundur arkaði með börnin á skólaskrifstofuna til að skrá börnin í skóla, voru honum afhentar þrjú stykki umsóknir sem hver var álíka þykk og íslensk Símaskrá. Hann ákvað að reyna ekki að fylla þetta út á staðnum, börnin orðin frekar óþolinmóð eftir hálftímann. Við nánari skoðun á umsóknunum kom í ljós að það var ýmislegt sem við höfðum ekki áttað okkur á að við þyrftum að hafa meðferðis til að börnin fengju skólavist. Þar á meðal eru bólusetningarvottorð, þinglýstan leigusamning, 2 contact aðila aðra en foreldra og fleira í þessum dúr. Börnin þurfa öll að fara í læknisskoðun og líklega fara þau í einhverjar bólusetningar sem eru ekki gefnar hérna.

Dagurinn í dag fór því í að hafa upp á bólusetningarvottorðum (gat fengið þau í skóla barnanna) og koma þeim á réttan stað. Undramundur er að finna einhvern skottulækni til að skrifa upp á "Clean bill of health" fyrir börnin og vonandi tekst honum að koma umsóknunum í skólann fyrir helgi.

Ég er komin á fullt í mínum skóla og mikið ofsalega er það gaman Smile. Ég vildi óska þess að ég hefði náð að njóta þess að vera í skóla þegar ég var yngri - eða bara að ég hefði fengið að taka grunnskólanámið núna Wink - ég gæti alveg hugsað mér að vera í skóla forever after.

Segi þetta gott í bili, þarf að fara að lesa Eldfærin á dönsku og byrja að "hraðlesa" Laxdælu Kissing.

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ææ Birgitta mín....ég hefði nú getað sagt þér allavega með bólusetningarskirteinin....sorry...en það er ótrúleg pappírsvinna að koma þessum krílum í skóla. Hlakka til að sjá myndir...góða ferð

María (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:44

2 identicon

Hvernig gengur að "hraðlesa" ?

Marta (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband