So long, Farewell, Auf wiedersehen, Goodbye

Sit hérna á flugvellinum og er að hugsa til allra þeirra sem ég náði ekki að kveðja. Þá áttaði ég mig á því að ég kem aftur í byrjun október og ákvað að ég skyldi bara ná að kveðja alla þá. En þetta eru ansi margir og ég verð ekki lengi... kannski ég kveðji bara þá sem eftir eru þegar ég kem heim um áramótin? Og ef það verða ennþá einhverjir eftir sem hafa ekki fengið kveðjuknús, þá fá þeir það bara þegar ég kem heim næsta sumar Smile.

Krakkarnir eru í læknisskoðun í þessum skrifuðu orðum. Ég fékk símtal frá þeim áðan og þurfti að rifja upp í snarhasti hverjir eru með nefkirtla, hverjir með hálskirtla og eitthvað í þeim dúr - það gekk ekkert alltof vel en það hlýtur að bjargast.

Ég er vel byrg af skólabókum fyrir flugið, sé ekki fram á að fá jafngóðan lærdómsfrið í 6 heila klukkutíma næstu vikurnar svo ég ætla að reyna að nýta þennan tíma vel og læra mikið. Er með Laxdælu, Forn handrit og bókmenntafræðigreinar og hlakka bara til að sökkva mér í þetta allt.

 

Farið nú öll vel með ykkur, verið góð við hvort annað og dugleg að hafa samband, hvort sem það er í tölvupósti, síma eða eitthvað annað.

Ég ætla að vera dugleg að setja inn fréttir af okkur svo þið getið fylgst með framvindu mála í amríkunni.

Knús og kram í klessu,
Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona bara að þú hafir fengið þér góðan mjöð til að skola öllu miðaldalesefninu niður með. Kossar og knús til þín og þinna

Marta (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hafðu það gott

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 31.8.2007 kl. 22:53

3 identicon

Hæhæ

Vildi bara óska þér góðrar ferðar.

María (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 11:15

4 identicon

Við bíðum spennt eftir fréttum.  Og myndum!

Knús,

Edda og familinski in London

Edda frænka (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband