Flutningadagur

Í dag er síðasti dagurinn á hótelinu fína og það gæti því orðið einhver bið á færslu frá mér. Ég veit ekki hvenær við fáum nettengingu heim en það verður sett í forgang um leið og við erum komin með lyklavöld á Krossgötunni.

Síðustu dagar hafa farið í mikinn þvæling á milli húsgagnaverslana og við erum búin að versla okkur það allra nauðsynlegasta. Flest fáum við afhent á morgun og fimmtudag og við ætlum svo að gefa okkur nokkra daga í að finna út hvað annað okkur vantar, hvað við höfum pláss fyrir og þ.h.

Ég verð að skjóta því að að ég hef aldrei vitað til þess að það væri hægt að prútta ALLS STAÐAR. Kannski er það bara hann Undramundur minn en honum tókst alla vega að fá verulega afslætti í öllum verslunum nema IKEA. Á einum staðnum var Labor Day útsala og flest allt á 50-70% afslætti. Hann náði samt í gegn viðbótarafslætti, niðurfelldum sendingargjöldum og ég veit ekki hverju Tounge. Það er alveg magnað að fylgjast með honum "in action".

Við fórum í fyrsta matarboðið í amríkunni í gær. Jim, sem vinnur með Undra hérna á skrifstofunni, og konan hans buðu okkur í svona ekta amerískan Labor Day dinner með grilluðum hamborgurum, pylsum og bbq kjúklingi - lítið af grænu (nema fyrir Undra) og nóg af djúsí Wink - virkilega ljúffengt og gott.
Þau búa bara um 5 mín frá okkur og það var mjög gaman að rabba við þau um hverfið, þau hafa búið þarna í yfir 20 ár og þekkja því allt. Þau sögðu okkur t.d. að við megum alveg búast við því að sjá dádýr trítla um í garðinum okkar, íkornarnir eru auðvitað útum allt, chipmunks (veit ekki hvað þeir heita á íslensku), þvottabirnir, skúnkar Pinch og fleiri dýr sem ég man ekki í augnablikinu. Litla skottan varð svo spennt yfir þessu öllu að ég á von á því að hún muni hanga úti í glugga allan sólarhringinn að bíða eftir Bamba og fjölskyldu Wink.

Í dag erum við að fara með Evu Dröfn í evaluation í skólanum hennar, þar verður metið hversu mikla aðstoð hún mun þurfa í skólanum. Við fáum líka að vita hvernig verður með skólabílana fyrir stelpurnar, Árni Reynir gengur í skólann, hann er bara örskot frá.

Nú þarf ég að fara að ræsa liðið mitt, þurfum að pakka saman dótinu og koma okkur yfir til Ardsley. Ég vona að nettengingin okkar komist á fljótlega og með henni sjónvarp og sími. Ég skýt inn fréttum um leið og það gerist Smile.

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja þetta er bara allt að gerast hjá ykkur...það er gott að heyra. Svakalegur munur er þetta hjá ykkur að  fá bara dýrin í kaupbæti hehe...við þurftum nefnilega að kaupa okkur gæludýr leið og við  fluttum út...því börnin okkar þrífast ekki án dýra...það hefði verið gott að fá þau svona innifalin eins og þið. Hafið það gott Kveðja frá Spáni

María (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:49

2 identicon

Vonandi sofið þið vel 1 nóttina.

Kv Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 19:22

3 identicon

Gaman að geta fylgst svona með ykkur

Hvað með Kisu?

kveðja,

Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:00

4 identicon

chipmunk:
NAFNORÐ
jarðíkorni k.; íkorni k.

þessi þýðing er í boði http://ordabok.is

Hlakka til að heyra frá þér næst og vona að það verði sem fyrst

Marta (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband