7.9.2007 | 18:22
Myndir og meiri fréttir
Ég var varla búin að senda inn færsluna hér að neðan þegar ég fann blessaða myndavélasnúruna. Hún var ofan í "vitlausum" kassa og því ekki nema von að ég finndi hana ekki.
Annars verð ég að segja að ég er ofsalega fegin að ég er aaaalein heima þegar ég pakka uppúr kössum hérna á Krossgötunni. Ég á bara ekki orð yfir sjálfri mér þegar ég er að taka upp hluti sem ég veit ekki einu sinni til hvers ég geymdi hvað þá að ég skilji hvers vegna ég dröslaði þeim með mér yfir hálfan hnöttinn (eða svona næstum því).
Ætla sko ekki að segja neinum frá því hvað var í þessum kössum (Marta mín er eina undantekningin því hana vantaði svo svakalega upplyftingu) - þetta fer með mér í gröfina (eða bara beint í ruslið).
Hérna koma svo fullt af myndum. Það verða líka fleiri myndir inni á albúmalistanum en hann má nálgast með því að smella hingað.
Krakkarnir á leiðinni í ævintýrið mikla.
Í sundi á hótelinu.
Kara skvís.
Þetta er svo framhliðin á húsinu. Lengst til vinstri er inngangurinn, hann er opinn alveg upp svo að glugginn beint fyrir ofan er hluti af andyrinu og stigaopið upp á efri hæðina. Á neðri hæðinni til hægri er borðstofan og þar fyrir ofan er herbergið hans Árna Reynis.
Restin af framhliðinni. Þarna er bílskúrinn á neðri hæðinni og hjónaherbergið á efri hæð.
Bakhliðin. Lengst til vinstri á neðri hæðinni er stofan/fjölskyldu/sjónvarpsherbergið, þar fyrir ofan er "háaloftið" sem er inn af hjónaherberginu og þar mun Undramundur hafa vinnuaðstöðuna sína. Glugginn sem kemur aðeins út er þar sem eldhússborðið er og þar fyrir ofan er baðherbergið inn af hjónaherberginu.
Þetta er svo restin af bakhliðinni. Lengst til hægri á neðri hæð er eldhússglugginn, þar við hliðina er lærdómsherbergið mitt. Efst til vinstri er herbergið hennar Köru, litli glugginn er baðherbergi barnanna og efst til hægri er herbergi Evu Drafnar.
Þessar myndir lýsa samt engan veginn stærð húsins. Eldhússglugginn er t.d. ekki pínulítill heldur bara nokkuð stór. Glugginn á lærdómsherberginu mínu er hærri en ég - þetta eru svona rennihurðir.
Það eru fleiri myndir í albúminu sem er merkt september.
Knús og kram,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Geggjað hús....á örugglega eftir að fara vel um ykkur
María (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 18:29
Geggjað hvar er símanúmerið sem þú ætlaðir að senda mér ????
Hulda (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:05
Vááááá! Þetta er æði! Ég er viss um að ykkur á eftir að líða vel þarna, ég fæ alveg svona Ameríkusting. Vertu bara dugleg að blogga, það er svo gaman að fylgjast með ykkur hérna megin. Ég er svo glöð að hafa einhvern til að deila þessum "first feelings" í nýju landi með. Svo verðurðu að adda mér á msn-ið, þú ert með hotmailið mitt.
Knús, Birgitta mín og til ykkar allra. Gangi ykkur vel.
Edda frænka (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:57
Frábært hús! Magnað að það þarf 87 myndir til að ná því 360 gráður Það er búið að vera hrikalega gaman að fylgjast með ferðasögu familíunnar. Endilega haltu áfram að skrifa. Og til lukku með allt...gangi þér og ykkur öllum alveg rosalega vel.
PS: Hef nú samt fundið dálítið til með þér - þjáðist við flutning frá Kópavogi og vestur í bæ og fæ hroll eftir bakinu við tilhugsunina um flutning milli heimsálfa. Þú ert algjör hetja!
Guðrún Gyða Árnadóttir, 8.9.2007 kl. 13:57
Hæ hó.
Frábært að fá fréttir! Húsið lítur svaka vel út.
Hlakka til að heyra meira.
Knús.
elísa (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 18:06
Kæra fjölskylda til hamingju með húsið. Þessi kríli okkar eru nú ótrúlega dugleg að aðlaga sig að nýjum lífstíl. Spennandi að fylgjast með ykkur frænkum á sitthvoru heimshorninu. Kveðjur og knús úr Eyktarásnum.
Sigrún (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.