11.9.2007 | 23:47
Heimanám og ostur
Ósköp lítið að frétta héðan.
4. skóladagurinn gekk mjög vel fyrir sig og allir komu ánægðir heim. Heimanámið er reyndar svolítið yfirþyrmandi þar sem það er allt á ensku en þau eru algjörar hetjur börnin mín þrjú og láta sig hafa að liggja yfir því þar til það er búið.
Við reynum að halda okkur við það að byrja á heimanáminu um leið og þau eru búin að fá sér hressingu en stundum er samt kominn kvöldmatur áður en allt er búið. Það mæðir reyndar mest á Köru en hún hefur (eðlilega) langmest að gera greyið. Ég hef þó fulla trú á því að þetta muni ganga hraðar þegar þau eru komin betur inn í málið og farin að ná öllum hugtökum og frösum sem maður lærir ekki af útvarpi, sjónvarpi og tölvuleikjum - hef ekki ennþá heyrt Eminem syngja um multiplication, Bratz leggja stund á experimental science eða umræðu um literature í Star Wars en það kemur kannski að því .
Lífið er semsagt að komast í rútínu sem er ósköp gott fyrir alla. Það er svo frí í skólunum á fimmtudag og föstudag útaf hátíð sem heitir Rosh Hashanah og er hátíð gyðinga til fögnuðar fyrsta dags nýs árs hjá fólki, dýrum og lagalegum samningum (people, animals, and legal contracts) og þá ætlum við að reyna að gera eitthvað skemmtilegt.
Lærdómurinn gengur ekki alveg eins vel hjá mömmunni . Morgnarnir mínir eru búnir áður en þeir byrja, það er alltaf eitthvað sem þarf nauðsynlega að gera, skjótast, sækja eða eitthvað, og áður en ég veit af eru börnin komin heim og minn friður úti. Og það er ekki eins og ég sé að taka uppúr kössum - ónei, ég er að gera eitthvað allt annað (ekki spyrja mig hvað). Ég vona að þetta lagist um leið og öll okkar mál hérna komast á hreint.
Undramundur er núna í ökuskólanum . Það er meiriháttar ferli að fá gilt ökuskírteini og það þurfum við að hafa til að geta keypt og tryggt bíl. Hann lætur sig þó hafa það, búinn í bóklega prófinu, er í ökuskólanum núna og tekur svo verklega prófið í október.
Og okkur tókst að finna ost ! Danskan hávarta sem bragðast bara nánast eins og íslenskur brauðostur. Það var mikil gleði í kotinu þegar það uppgötvaðist (þarf ekki mikið til að gleðja lítil hjörtu - eða maga ). Svo heyrðum við af íslenska skyrinu í Wholefoodsmarket sem við verðum að bruna og kaupa (ætli morgundagurinn fari ekki í það.. ) og þá hlýtur mér að takast að forða matagötunum mínum frá sultardauða.
Allir semsagt í góðum gír.
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 12.9.2007 kl. 02:48 | Facebook
Athugasemdir
Halló ameríkubúar
Gaman að heyra hvað allt gengur vel...úfff heimanám í nýju landi getur verið afskaplega erfitt....
Ég gaf Binnu systir upp bloggið hjá þér (vona að það hafi verið í lagi)...hún var svo forvitinn að vita hvernig gengi hjá ykkur....hún segir þetta nú vera allt öðruvísi niður á Florida.....þar er sko ekkert rusl selt í matsalnum og á hverjum morgni eru 30 mín æfingar hjá þessum elskum...Satine er farin að sína mömmu sinni kickbox æfingar á fullu....en svona er Ameríka...annað hvort allt eða ekkert.
Krakkarnir mínir voru að byrja í skólanum í gær...voðalega ánægð með lífið....hitta alla krakkana aftur...voða gaman. Ég vona nú að þetta ár verði aðeins auðveldara vegna þess að málakunnáttan hefur batnað mikið hjá okkur öllum og því vonandi ekki eins erfitt að læra heima. Svandís Birna er að byrja að læra frönsku líka...svo það er þriðja nýja tungumálið hjá henni greyjinu á einu ári...en hún er bara mjög ánægð með það...hlakkar bara til...finnst eitthvað spennandi að læra frönsku...eitthvað svo nýtt haha. Valborg mín fékk undanþágu í fyrra a' byrja í frönsku og eins núna...en það er kannski bara vitleysa að demba þeim bara ekki í allt sem þau þurfa að læra. Jæja ég fylgist áfram með ævintýrum ykkar. Biða að heilsa...Kveðja María
Maria (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 07:57
Mér finnst mamman líka algjör hetja að sitja yfir heimanámi þriggja barna í nýju landi! (erfitt að reikna öll þessi dæmi svona í morgunsárið)
Marta (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 08:50
gvöööð... man eftir þessu ökuprófsferli. Skemmtilegur og gefandi prósess! :)
Gangi ykkur áfram vel í ævintýrinu. Frábært að fá að fylgjast með.
KNús!
Elísa (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:19
Frábært að allt gengur vel.
þú ættir kannski bara að taka slátur ég gæti send þér vambir og þið fjölskyldan tekið dundað ykkur við að sauma einhverja helgina
Bestur kveðjur héðan úr kulda og rogningu til skiptis.
Hulda (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:42
María: mikið er ég glöð að heyra að það er ekki sami vibbinn í boði í Flórída! Á mánudaginn voru t.d. hamborgarar í matinn í Evuskóla. Ekkert með það svosem nema hvað kjötið var djúpsteikt . Ég gæti alveg gubbað.
Marta: takk elskan, mér finnst það sko líka .
Hulda: ég veit nú ekki hvert nágrannarnir mínir færu ef við færum að sulla í blóði og mör upp að öxlum eða hvernig færi fyrir social status barnanna ef þau kæmu með slátur og lifrarpylsu í nesti - hehe.
Birgitta, 13.9.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.