15.9.2007 | 15:29
Myndir
Jæja, þá er efsta hæðin komin alveg í lag . Öll herbergi tilbúin fyrir utan kannski hjónaherbergið sem mætti alveg bæta í húsgögnum.
Ég er búin að sjá það að hjónaherbergið er ca 4 sinnum stærra en hjónaherbergið okkar í Brautarásnum, herbergið hans Árna er tvöfalt stærra, Evu Drafnar er svona helmingi stærra og Köru eitthvað aðeins stærra. Það gæti því orðið erfitt að skipta aftur til baka .
Þar sem öll herbergi voru rosalega fín og flott í svona 2 mínútur eftir að við kláruðum að koma öllu saman þá ákvað ég að smella myndum. Það eru fleiri myndir í myndaalbúminu sem heitir September.
Svo er hérna ein mynd af Undramundi í peysunni fínu sem hann fékk í afmælisgjöf, senda alla leið frá Íslandi (ásamt lýsispillum og lakkrís ).
Nú erum við fjölskyldan á leiðinni inn á Manhattan þar sem við ætlum að gera okkur glaðan dag. Ætlum að fara á Stomp og kíkja aðeins í búðir og ef við verðum heppin hittum við Oddnýju frænku kannski á vappinu í ChinaTown.
Birgitta
Ps. Myndirnar hlaðast eitthvað furðulega inn, þið getið skoðað þær betur í Myndaalbúminu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Athugasemdir
Birgitta mín. Ég er viss um að svefnherbergið þitt verður til þess að þú ferð að stunda nútímaballett. Það minnti mig strax á Flashdance! Nú langar mig rosalega að sjá hana aftur. Svo býð ég mig hér með fram til að koma og vinna eitthvað í vinnuherberginu þínu, það er geggjað! Mitt er sko 3 m2 með útsýni að hvítum vegg. Ég er viss um að ykkur á eftir að líða vel þarna, annað er ekki hægt.
Edda (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:00
Komdu sæl elsku Birgitta mín. Fékk síðuna þína hjá henni mömmu þinni og ætla að vera dugleg að heilsa þér hér. Gaman að sjá að þið eruð búin að koma ykkur svona vel fyrir og hafið nóg plássss !!!
Bestu kveðjur frá Helgu Birnu frænku !
Helga Birna (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:53
Ótrúlega girnilegt þetta hús. Við Óli fórum nú á dansnámskeið í vetur og getum kannski sýnt ykkur nokkur spor sem væru nýtileg í gólfsveiflur!
Marta (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 12:50
Hæ, þessi síða er eins og Opal; bætir, hressir, kætir:-) gott að sjá að þið hafið það gott... hvað eru mörg gott í því??? Mæli með að þú ýtir bílnum yfir til nágrannanna og segir bara að hann sé bensínlaus og þú hafir heyrt að þau eigi nóg af svoleiðis? Og ekki sakar að hafa eitt stykki applepie í aftursætinu eins og sannri amerískri húsmóður sæmir:-)
Kveðja úr haustveðri og bókahrúgu....
Sigga Þ. (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.