18.9.2007 | 16:00
Sönglandi, syngjandi
Ég er búin að sitja hérna í allan morgun og hlusta á yndislegan spænskan (eða mexíkanskan) söng. Þrífurnar mínar tvær voru nefnilega hérna og þær syngja sko og raula í kór allan tímann - ekkert smá notalegt.
Og þvílíkur munur á íslenskum þrífum og spænskum/mexíkönskum! Það er ekkert sem heitir "við gerum ekki svona eða hinsegin" það er bara allt tekið og skrúbbað og sumt skrúbbað uppúr klór. Og ekki nóg með það heldur tóku þær úr þvottavélinni, settu í þurrkarann og í næstu vél og gengu frá öllu - óumbeðnar . Og rúsínan í pylsuendanum... þetta kostar skid og ingenting!
Annars gengur allt ósköp vel hérna á Krossgötunni.
Krakkarnir að aðlagast vel í skólunum, farin að eignast kunningja og skilja meira og meira með hverjum deginum.
Eva Dröfn fór í fyrsta danstímann í gær, hún valdi sér að æfa jassballet og líkaði bara ágætlega. Árni fer á fyrstu karateæfinguna í dag og hlakkar mikið til, hann vill ekki missa úr meðan við erum hérna og þurfa að byrja á eftir félögunum á Íslandi þegar við komum heim. Mér gengur ekki vel að finna samkvæmisdansa fyrir Köru, það virðist ekki vera "inn" hérna í hverfinu en ég er ekki hætt að reyna.
Ég er að ná í afturendann á náminu, er ekki eftirá í öllu lengur og mun vonandi ná að vinna allt upp í þessari viku. Svo fæ ég námslegan stuðningsaðila númer 1 í heimsókn í byrjun október og þá verð ég nú aldeilis með þetta allt á hreinu . Hún Marta ætlar nefnilega að koma og vera hérna í nokkra daga áður en við förum í staðlotu. Við ætlum að vinna saman verkefni sem við eigum að flytja þá.
(þetta er ekkert fyndið - við ætlum VÍST að læra!).
Helena systir ætlar svo að koma með mér heim úr staðlotunni og við ætlum að gera eitthvað hrikalega skemmtilegt saman - svo vill hún endilega passa fyrir mig meðan við gömlu hjónin förum eitthvað en ég veit ekkert hvort ég leyfi henni það .
Svo í nóvember fær Kara vinkonu sína í heimsókn og þær eru komnar á fullt í að plana allt sem á að fara og skoða og kaupa og sjá .
Aðrar heimsóknir eru ekki Planaðar en sendið mér bara nótu ef þið viljið kíkja og ég skal athuga hvað er laust .
Kveðja,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ ....oooo hvað ég öfunda þig af þrífum....af því ég er heimavinnandi ennþá þá finnst mér ég ekki getað fengið mér einhvern að þrífa....en ég ætti nú kannski bara að endurskoða það..sérstaklega eftir að við fluttum í stórt 3ja hæða hús...ekki gaman að þrífa.....annars er ég búin að virkja Valborgu til þess að þrífa alveg efstu hæðina. ryksuga allt einu sinni í viku og ganga frá eftir matinn...þannig að ég get nú varla kvartað hehe.
Frábært að tómstundir séu að kikka inn hjá ykkur...hafið það gott
Kveðja frá Spáni
María (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 17:21
Ótrúlega leyndardómsfullt að þurfa að nota leyniorð til að komast inn á svona síðu. Maður getur aldrei vitað hverju maður á von..
(var einhver að efast um að ég væri að koma í heimsókn til að læra.. )
Marta númer eitt! (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 18:18
Alltaf jafn gaman að fá fréttir.
Knús, Elísa
Elísa (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:09
Ég er búin að fá póst, svo netfangið er rétt! Er einmitt að reyna að læsa mínu en það gengur ekki jafn vel á blogspot. Ef það tekst þá sendi ég þér línu.
Edda (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:26
Hæ hæ allir :D
það er svo gaman að heyra að krökunum gengur vel að eignast vini í skólanum ^^ flott er að Eva sé farin í djass ballet og Árni í karate...best að passa sig á honum =P og Kara finnur öruglega dans sem hentar henni :) ég mæli með magadans...rosa fjör :D
hlakka ýkt til að hitta ykkur öll næst þegar við sjáumst...vonandi gengur allt vel með Gumma og vinnuna, anyway bið að heilsa öllum, knús og kossar :D :*
Sóla-
og hver er með þessa ruslpósvörn? þið vitið vel að ég kann ekkert í stærðfræði :P
Sóla Frænka (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 17:50
Vááááá ekkert smá flott læriaðstaða :-) og flott hús vínkona....
Gangi ykkur vel á nýjum stað.
kveðja Þóra skólasystir
Þóra Gylfadóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.