Fréttir og veður (auglýsingar og dagskrá)

Það er aldeilis að þessi vika hefur verið fljót að líða, bara komin helgi aftur Tounge.

Það er ekki hægt að segja að daglegt líf á Krossgötunni sé svipað því sem var í Brautarásnum. Dagarnir hérna byrja klukkan 6:00 hjá Gumma og Köru og 6:50 hjá okkur hinum. Eftir það hefðbundna tekur við skutl útum allan bæ - Kara fyrst í skólann, svo Árni og loks bíðum við Eva Dröfn saman eftir skólabílnum hennar.
Þetta hefur verið svoldið stress en ég held við séum búin að finna rétta taktinn í þetta - samtaka nú einn tveir einn tveir!

Ég ætla að prófa að setja vikuplanið inn sem viðhengi, veit ekkert hvernig það mun líta út. Ef það tekst þá er Eva Dröfn bleik, Árni blár og Kara fjólublá. Ég ákvað að setja þetta upp í skjal svo ég væri nú pottþétt mætt á réttan stað á réttum tíma - líka svo Undramundur geti gripið inn í ef ég er vant við látin Wink.
Þetta er þvílíkur munur því hérna þarf að skutla og sækja ALLT! Ekkert sem heitir að labba í fimleika/karate/gítar eins og heima. Ég er farin að skilja þetta hugtak "soccermom" mun betur en ég gerði. Og tómstundir Köru eru ekki enn komnar á listann FootinMouth, hún er reyndar að stefna á að taka kickboxing og þeir tímar eru yfirleitt á kvöldin svo þetta mun allt púslast saman einhvern veginn.

Það er svo gaman að því að ef við heyrum frá einhverjum á Íslandi þá fáum við alltaf fréttir af veðrinu. Hérna er bara sama veðrið dag eftir dag, nánast engin breyting frá því að við komum hingað fyrst. Það er reyndar aðeins að kólna, ekki lengur hægt að fara í stuttbuxum og stuttermabolum á morgnana heldur þarf að vera í peysu en svo hitnar vel yfir daginn og allir koma fáklæddir heim. Maður er semsagt hættur að gá til veðurs áður en maður klæðir sig á morgnana, það hefur t.d. bara rignt einn dag síðan við komum hingað en það var samt heitt og engin ástæða til að breyta klæðnaðinum nokkuð.

Ég spjalla stundum við eina mömmuna meðan við bíðum eftir skólabílnum. Hún er frá Argentínu og er búin að vera mjög hjálpleg og indæl. Hún sagði mér að ef það snjóar hérna þarf alltaf að hringja í símsvarann hjá skólanum því skólarnir loka mjög oft ef það snjóar Gasp. Þá væru öll börn heima, annað hvort þar til búið er að moka allt eða þar til næsta dag ef það snjóar mikið. Það verður gaman að sjá hvað telst "mikill snjór" hérna í Ardsley Tounge.

Var að bæta við myndum í September-albúmið. Hérna er ein af Evu Dröfn fyrir utan uppáhaldsbúðina sína - Build a Bear á Manhattan.

Eva Dröfn

Knús og kossar,

Birgitta og co.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, þú ert engin smá skutla!!

marta (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:28

2 identicon

já! það er naumast dagskráin!! tek að ofan fyrir þér ;) þú ert alger soccer mum. Ég sem hélt að ég væri busy...humm

kveðjur frá kaldalandi

Anna Barbara (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 16:19

3 identicon

Já vá... þú ert svo sannarlega orðin soccermom. Nú vantar þig bara að bjóða þig fram í sjálboðavinnu í skólanum og koma þér í bókaklúbb!

Knús til þín og þinna! :)

Elísa (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 23:43

4 identicon

Vá ,þú hefur nóg að gera.

kv,

Sigga

sigga (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband