Skyr.is, Vatnajökulsvatn og smjör

Fórum í Wholefoods Market áðan og ég sver það, ég held ég hafi séð tár í augum barnanna þegar við fórum í mjólkurvörukælinn og sáum Skyr.is Tounge. Það var alla vega dansaður stríðsdans og hrópað og kallað og highfive-að. Held að fólkið í kringum okkur hafi haldið að við værum eitthvað galin. Það voru sko keyptar 10 dósir eða fleiri og mig grunar að ég eigi eftir að þurfa að fara nokkuð oft í þessa búð.
Í næstu hillu voru svo Smjörstykki, ég keypti eitt slíkt þó ég sé nú ekkert viss um að það verði borðað.
Samþykkti samt ekki að kaupa Vatnajökulsvatn á flöskum, á 5 dollara stykkið, ef það er ekki okur þá veit ég ekki hvað. Og Vatnajökulsvatn..!? Hvað er það eiginlega? Vatnið í ísskápnum okkar er alveg þrælfínt svo ég ætla frekar að spandera á eitthvað annað en þetta.

Komum svo heim og erum búin að hlusta á Somewhere over the Rainbow með Iz svona 100 þúsund sinnum. Verst að við erum bara með þetta af YouTube, þarf að kaupa þetta á diski svo fólk geti hlustað í einrúmi.

Ég veit ekki hvort mér tekst að koma þessu hingað en njótið vel ef það tekst Kissing.

Knús,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvegt frábært að vita af ykkur borðandi skyr.  Væri ekki rosalega sniðugt að finna diskinn þar sem R syngur þetta lag og koma því inn einhversstaðar.

Knús knús.

Dabba amma

Dröfn (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 14:37

2 identicon

Ef það er ekki ég sem starta þessu í tölvunni er það Stubbalingur, svo það er sama dæmið í gangi hér. Þarf endilega að kaupa diskinn!

Marta (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 19:15

3 identicon

Athugaði með kjötið í Nóatúni, ekkert mál að fá vottorð kostar 300 kall. Þú færð vottorðið um leið og þú kaupir kjötið.

kær kveðja,

Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband