Sjúkrasaga og enskupróf

Ástandið á Krossgötunni er búið að vera frekar slappt undanfarna daga.
Árni Reynir er búinn að vera með einhverja lufsu í hátt í 5 vikur og var sendur heim úr skólanum á miðvikudaginn.
Við erum búin að kynnast aðeins hinu alræmda heilbrigðiskerfi hérna í USA og ég verð að segja að mín fyrstu kynni af því eru svona lala.
Fórum fyrst til læknis fyrir 3 vikum síðan. Þá var hann búinn að vera frekar kvefaður í 2 vikur og kominn með leiðinlegan hósta. Læknirinn fann ekkert að honum en sendi okkur heim með pensilín (hana grunaði kinn/ennisholusýkingu).
Viku seinna var allt við það sama svo við fórum aftur og hittum sama lækni.
Hún hafði nú ekki mikinn áhuga á þessu en sendi okkur heim með astmapúst. Gaf ekki mikið útá að það væri nokkuð að.
Á miðvikudaginn var hann svo sendur heim úr skólanum og var kominn með hita um kvöldið svo við örkuðum aftur til læknis í gær.
Hittum sem betur fer á annan lækni sem hafði aðeins meiri áhuga á málinu. Hún gerði ýmis próf og endaði með að senda okkur í lungnaröntgen. Það kom ekkert útúr því.
Við fórum því heim með sterapúst og nefúða og annan tíma nk. mánudag svo doksi getið tekið stöðuna á honum þá.
Hann er orðinn hitalaus í dag svo ástandið er vonandi að lagast eitthvað.

Af því við erum ekki komin með sjúkratryggingaskírteinin okkar hefur þetta verið ansi dýrt! Við fáum reyndar alveg sömu þjónustu (held ég alla vega..) en þurfum að borga og borga og borga Pinch.

Krakkarnir voru öll sett í stöðupróf í ensku í síðustu viku. Niðurstöðurnar eru alveg ótrúlega góðar. Kara skoraði svo hátt að hún er á mörkunum að eiga rétt á aðstoð. Hún fær hana samt eitthvað áfram og ætlar að vera dugleg að nýta sér hana meðan hún býðst.
Árni skoraði "advanced" og á rétt á áframhaldandi aðstoð. Það er aðallega rituð enska sem hamlar honum, stafsetningin ekki alveg komin og svo þarf hann bara að vanda skriftina sína þessi elska því hún er stundum svolítið óskýr - ætli hann verði ekki bara læknir Wink. Hann fékk mikið hrós fyrir töluðu enskuna og fyrir að vera ekki feiminn við að spyrja og spjalla.
Eva Dröfn skoraði líka "advanced", reyndar við lægri mörkin svo hún mun fá aðstoð áfram. Hún fer til Mrs. Murray 3svar í viku og finnst það alveg æði! Hún elskar skólann sinn hérna, hún hlakkar til að fara á hverjum morgni og finnst ekkert voðalega gaman að það sé komin helgi því þá kemst hún ekki í skólann Tounge.
Þau verða öll "súkkulaði" fyrstu vikurnar. Það þýðir að þau munu ekki fá einkunnir eins og hinir krakkarnir heldur fá þau "passed" eða einkunn með "moderation" sem þýðir að þau fá einkunnir á sama skala og aðrir en verkefnin verða aðlöguð að þeim. Eftir áramót verður staðan tekin aftur og þá munu þau jafnvel þurfa að standast sömu kröfur og aðrir krakkar en það verður metið þegar þar að kemur.

Það er svo skondið að manni finnst að allir sem eru á ferðinni hérna í USA eigi að "droppa við" hingað til okkar. Það er samt svona eins og að finnast að allir sem fari til Þýskalands, Frakklands eða Spánar eigi að "droppa við" hjá Helenu systur í Danmörku Whistling.
Þið vitið bara að þið eruð alltaf velkomin í innlit ef þið eruð í nágrenninu Kissing.

Knús í bili,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú frábært hvað krakkarnir standa sig vel í enskunni, hlýtur að hjálpa helling. Fæ ég samt að tala íslensku þegar ég kem í næstu viku?

Marta (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Eva Dröfn

vá löng saga mamma

Eva Dröfn, 29.9.2007 kl. 18:11

3 identicon

Hæ hó.

Við erum búin að vera að skoða myndirnar af ameríkuævintýrinu! Ekkert smá gaman. "Þær eru geggjaðar" segir Ásgeir. "þær eru snilld" segir Vignir. :)

 Haldið áfram að lenda í ævintýrum.. og verið dugleg að blogga um þau svo við getum fylgst með. :)

Elísa, Ásgeir og Vignir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:05

4 identicon

Hæ...ég vildi óska að ég ætti leið framhjá Birgitta mín...er mjög spennt að sjá hvernig heimili ykkar lýtur út og hvernig umhverfi ykkar er....alltaf erfitt að hugsa til fólks þegar maður veit ekki umgjörðina....en koma tímar...sendi kossa og knús frá Spáni

María (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband