Halloween og heimsóknir

Það er helst í fréttum að Árni Reynir er allur að koma til Smile. Við erum hætt að tala við Dr. Longobardi og förum bara til Dr. Schweitzer núna, hún gefur okkur góðan tíma og er öll í að finna lausnir. Hún er á því að ónæmiskerfið hans Árna sé bara að venjast öllum nýju sýklunum og áreitunum í umhverfinu hérna. Þetta getur þýtt að hann verði með einhver astma/ofnæmis einkenni í einhvern tíma en það ætti að brá af honum fljótlega.

Undramundur tók verklega bílprófið í gær og stóðst það auðvitað með prýði. Prófdómarinn nennti nú ekki að prófa hann, held að prófið hafi varað í 5 mínútur Wink.

Hérna eru allir mjög spenntir fyrir Halloween. Þó svo að Halloween sé ekki fyrr en eftir mánuð eru margir búnir að skreyta húsin sín og garðana og það verður ansi draugalegt í hverfinu á kvöldin. Við erum að hugsa um að taka allan pakkann í þessu, skreyta allt hátt og lágt og kaupa fullt af íslensku nammi til að gefa krökkum sem koma að trikkortríta. Krakkarni fóru um helgina og keyptu sér grímubúninga, Kara vildi reyndar bíða með það og heyra í krökkunum í skólanum með hvernig unglingarnir haga sér á Halloween en mér heyrist nú á henni að hana langi svoldið að klæða sig upp og sníkja nammi með litlu systkinum sínum - en við sjáum hvernig það fer Wink.
Ég mun setja inn fullt af myndum þegar þar að kemur.

Það er farið að kólna ansi mikið hjá okkur og stundum þurfa börnin næstum því að fara í jakka. Ekki alveg en næstum því. Nú sér maður að flest börnin eru búin að leggja stuttbuxunum og komin í síðbuxur, það er semsagt officially komið haust. Veðrið er reyndar alveg dásamlegt, milt og fallegt og bjart alla daga. Ég viðurkenni þó að ég fæ langmesta heimþrá þegar einhver er að lýsa fyrir mér brjáluðu veðri á Íslandi, væri þvílíkt til í almennilegt, íslenskt haustveður! Það er voðalega mikið "veðurleysi" hérna einhvern veginn, alltaf sama dag eftir dag. Eva Dröfn hafði einmitt orð á því að maður þyrfti aldrei að kíkja á veðrið áður en maður klæðir sig á morgnana, maður fer bara í það sem mann langar og það er aldrei vitlaust. *Marta mín, held þú getir alveg skilið sumarkjólana eftir heima Kissing.
Reyndar eru margir búnir að vara mig við því að það verður mjög kalt hérna á veturna (jan, feb, mars) og við megum jafnvel búast við "snowstorms" Gasp! Þá opna skólarnir ekki fyrr en það er búið að moka allan snjó af öllum götum og oft eru þeir bara alveg lokaðir. Við erum reyndar svo heppinn að Slökkviliðsstjórinn býr hérna í götunni svo okkar gata er alltaf mokuð með þeim fyrstu.

Heimþráin lætur svolítið á sér kræla hérna öðru hvoru. Þau sakna öll vina sinna, skólanna og auðvitað fjölskyldunnar á Íslandi. Það er svolítið erfitt hvað það er allt ólíkt hérna, það tíðkast t.d. ekki að banka uppá hjá vinum sínum og biðja þá um að vera memm, það þarf að panta "playdate" með fyrirvara. Yngri börnin veigra sér við að biðja um playdate en við ætlum að fara að gera eitthvað í þessu mjög fljótlega.
Á jákvæðu nótunum þá höfum við sjaldan gert jafn mikið saman sem fjölskylda. Við reynum að gera eitthvað nýtt um helgar, kynnast nágrenninu og því sem það hefur upp á að bjóða. Eða bara vera heima og spila - borðspil og tölvuleiki, badminton eða horfa á eitthvað saman. Svo þetta er alls ekki alslæmt Smile.

Framundan eru svo heimsóknir og ferðalög, Marta mín kemur á annað kvöld og ég fer svo með henni heim til Íslands á mánudaginn. Gummi er að fara út til Zurich á morgun og kemur heim á föstudag. Ég fer svo aftur út (heim) á föstudaginn í næstu viku og þá kemur Helena systir með mér.

Ég hlakka þvílíkt til að hitta sem flesta í næstu viku, þó ég hafi bara 3 daga til þess Tounge.

Knús og kram,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff ég trúi því ekki að þú saknir veðursins á Íslandi...ég er mjög ánægð með veðurleysuna eins og þú kallar það. Við vorum í París um helgina og vorum að deyja úr kulda...samt 18° en skýjað.....nei þá kýs ég nú frekar 25° + takk fyrir

Maria Rebekka Thorisdottir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:20

2 identicon

Ég sem er búin að vera á fullu að þvo og strauja alla sumarkjólana og hvítu dragtirnar!

Marta (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:56

3 identicon

Hey! þú gleymdir að segja að liltli wannabe læknirinn hafði þá líklega bara rétt fyrir sér með Árna Reyni! :)
Hlakka ótrúlega mikið til að koma út! er að kafna úr leiðindum að lesa um niðurgang og hægðatregðu!
Sendi ykkur öllum risa knús

Helena (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:50

4 identicon

Bestu kveðjur til ykkar allra : ) Helga Birna frænka

Helga Birna (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:05

5 identicon

Birgitta mín.  Stundum finnst mér ég bara vera að lesa eitthvað sem ég sjálf hefði getað skrifað!  Við erum greinilega að upplifa þetta eins.

Njóttu heimsóknanna og Íslandsferða.

Knús yfir hafið

Edda (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband