12.10.2007 | 13:52
Farin eftir stutt stopp
Er að fara að leggja í hann eftir örstopp á Íslandi.
Það er búið að vera alveg yndislegt að koma hingað í rokið og rigninguna.
Hrikalega gott að vera hjá múttu minni og alveg meiriháttar að hafa náð að hitta svona marga á þetta stuttum tíma, plús fara í skólann, flytja verkefni og fullt fullt.
Tók svakalega innkaupaferð í Bónus, held að skvísan á kassanum hafi haldið að ég ætlaði að bjóða í asnalegasta matarboð í heimi.
Keypti 10 pakka af rúgbrauði, alla vega annað eins af flatkökum, lifrarpylsu, bjúgu, pítusósu og eitthvað fleira.
Mamma toppaði þetta svo með því að steikja 10 tonn af kjötbollum, búa til sósu og smella í frystinn. Þessu öllu er ég svo búin að troða í kælitöskur ásamt íslensku sælgæti og stórum kassa af Nóa-Síríus konfekti sem tengdó komu til mín.
Held það verði veisla á Krossgötunni í næstu viku!
Vona bara að tollararnir úti hleypi mér í gegn, annars þarf ég bara að segja þeim frá íslensku börnunum sem hafa svelt í 6 vikur af því þau finna sér ekkert ætt í Ameríkunni .
Ég er svo heppin að hafa ferðafélaga báðar leiðir - Marta kom með mér hingað og litlu systurnar mínar báðar ætla að koma með mér út aftur. Þær ætla að vera fram á mánudag svo ég tek með þær sama rúntinn og við Marta tókum síðustu helgi .
Þær fá samt engar kjötbollur, þær geta bara farið í mat til múttu í næstu viku .
Bið bara að heilsa ykkur öllum rosalega vel og takk fyrir alla hittingana, matarboðið, útaðborðaferðina, spjallið, kaffið o.s.frv.
Knús og kram,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?
buhuuuuuuuuu....
Martan (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.