Matarboðið

Matarboðið gekk alveg glimrandi vel, ekki síst að þakka matseðlinum hennar Mörtu (í athugasemdum á hinni síðunni minni).

Kara sá alveg um forréttinn.
Í forrétt voru melónubitar vafðir í parmaskinku og eplabitar vafðir í íslenskan ost (fyrir grasbítinn Wink) - rosalega gott og listilega raðað á disk.

Í aðalrétt voru kjúklingabringur fylltar með gumsi úr sólþurkuðum tómötum, furuhnetum og ferskum kryddjurtum. Hrikalega gott.
Undramundur fékk papriku fyllta með sama gumsinu sem hann var nokkuð sáttur með.
Meðlætið var gufusoðið brokkolí og blómkál, ferskt salat og gratíneraðar kartöflur (kartöflurnar vöktu rosalega lukku). Með þessu var piparostasveppasósa.

Í eftirrétt var súkkulaði kaka (sem við keyptum alveg sjálf), Nóa Síríus konfekt og kaffi.

Gestirnir voru rosalega ánægðir með matinn, fjölskyldan mín líka og ég held að þetta hafi bara verið success Tounge.

Ég þarf svo bara að halda fleiri matarboð og losa mig við þetta stress sem ég fyllist alltaf þegar ég fæ fólk í mat - yfirleitt heppnast allt vel og allir ánægðir svo ég veit ekki hvað ég er að stressast.

Gestirnir voru hjón með einn 4ra ára pjakk. Hann var sá fyrsti sem ég hitti sem slær sponsinu mínu út í hávaða og orku. Meira að segja hún var orðin þreytt eftir að hafa leikið við hann heila kvöldstund Smile. Ég hefði helst viljað vera með eyrnatappa hérna í verstu kviðunum - lætin voru þvílík að ég hefði ekki orðið hissa þó lögreglan hefði bankað uppá.

Í heildina fínt kvöld - takk fyrir hjálpina og móralska stuðninginn Kissing.

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábæt að matarboðið heppnaðist vel hjá ykkur auðvita er ekkert mál að halda eitt boð maður miklar það bara svo oft fyrir sér ekki satt.

Hulda (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:53

2 identicon

Æðislegt bara. Og nú er að drífa í næsta eins og þú segir, til að hrista úr þér matarboðsskrekkinn - getur þetta alveg :)

Marta (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 18:16

3 identicon

Birgitta mín, ég skal koma í mat til ykkar hvenær sem er.

Edda (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:14

4 identicon

Til hamingju með nýja bílinn . Rosa flottur

kv,

Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband