27.10.2007 | 16:39
Haustið
Það er lítið að frétta af okkur Krossgötubúum.
Mamman er lasin og þá einhvern veginn detta öll plön uppfyrir og allir eru bara í rólegheitum.
Við ætluðum að fara í dag og finna okkur Pumpkim Patch og velja okkur grasker til að skera út. Vorum búin að finna bóndabæ þar sem maður getur bæði valið sér grasker og tínt sér epli beint af trjánum en það verður bara að bíða betri tíma.
Reyndar rignir svo mikið að við hefðum jafnvel frestað ferðinni þess vegna. Það er algjört úrhelli! Það er búið að rigna svo mikið að litla sprænan í bakgarðinum er orðin að beljandi fljóti (ok, kannski pínu ýkjur en samt .
Í gær fór ég á fund á vegum skólanna hérna í Ardsley. Yfirskrift fundarins var Cultural Conversations og var haldinn fyrir okkur nýbúana í hverfinu. Ég fann mjög vel á þessum fundi hvað við stöndum vel að vígi miðað við flesta aðra nýbúa. 90% koma frá Japan og þau eru að fást við miklu meira menningarsjokk en við sem komum frá Litlu Ameríku (Íslandi). Fyrir utan að tala enskuna lítið sem ekkert, skilja lítið sem ekkert, þá eru þau að fást við gríðarlegan mun í venjum, siðum og hegðun. Í Japan er t.d. til siðs að nemandi líti niður og sýni auðmýkt ef kennari skammar hann, hérna fá þau "will you please look me in the eyes when I speak to you!" - það er semsagt talið dónalegt að horfa niður þegar maður er skammaður. Þetta er bara eitt dæmið af mýmörgum sem þær ræddu um hinar mæðurnar.
Við áttum að segja hvað okkur þótti erfiðast við að flytja hingað og hvað okkur líkar best. Það var nú ekki flókið að finna hvað mér þótti erfiðast en ég þurfti að hugsa mig svoldið um þegar ég átti að svara því hvað var best. Að lokum komst ég að því að mér þykir alveg meiriáttar hvað árstíðirnar eru greinilegar hérna. Það er Haust núna og það fer ekkert á milli mála. Árstíðirnar renna einhvern veginn ekki saman í eina eins og heima á Íslandi, hérna fá laufin frið á trjánum í nokkrar vikur orðin gul og rauð og appelsínugul og það er ekkert smá fallegt. Sumarið var líka alveg greinilega sumar. Ekki svona haust/vor/vetrar sumar eins og er á Íslandi. Ég hlakka mikið til að upplifa veturinn og vorið .
Hérna eru nokkrar haustmyndir svo þið sjáið hvað ég á við:
Það eru fleiri haustmyndir í Októberalbúminu fyrir ykkur sem langar að skoða. Þessar eru teknar af veröndinni okkar.
Spáin fyrir morgundaginn er bara nokkuð góð. Ég ætla að leggjast undir feld og reyna að hrista úr mér slappleikann svo ég geti kannski drifið liðið út í graskera- og eplatínslu á morgun.
Biðjum að heilsa öllum,
Birgitta
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg ótrúlega fallegt! Mér fannst þetta einmitt svo magnað við Baltimore, þar sá maður í fyrsta skipti allar fjórar árstíðirnar. Heima er þetta meira svona bland í poka, þú veist aldrei hvaða árstíð er á morgun!
Vonandi batnar þér nú sem fyrst, það verður spennandi að heyra af Halloween í Amríkunni.
Edda (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:22
Vá þetta er rosalega fallegt hjá þér. Fossinn sem er á myndinni er þetta sprænan sem þú varst að tala um ?
Hafðu það gott elskan mín og láttu þér batna.
Kær kveðja Hildur Birna
Hildur Birna (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 13:23
Hibba mín, hvaða foss ertu að tala um ?? Ég veit ekki til þess að það sé neinn foss á neinni myndinni - hehe.
Edda Frænk - hlakka sömuleiðis til að sjá myndir og fréttir af Halloween in the UK.
Birgitta, 28.10.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.