Playdate

Það varð lítið úr epla- og graskerjatínslu hjá okkur þessa helgina. Ég er ennþá það slöpp að ég treysti mér hreinlega ekki í útstáelsi og þvæling.
Svo fékk Eva Dröfn líka playdate, reyndar ekki fyrsta playdatið sem hún fer á en í fyrsta skipti sem það kemur einhver hingað heim til okkar.
Vinkonan heitir Lissa Kim og er frá Kóreu. LeikurÞær kynntust í ESL tímum (English as a Second Language) og eiga ótrúlega vel saman. Evu finnst frekar fúlt að þær séu ekki saman í bekk en þær hittast alltaf í Lunch og svo í ESL tímum 3svar í viku.
Lissa er mun nær íslenskum stelpum en amerísku skotturnar. Hún hefur t.d. gaman að Bratz, Barbie og prinsessuleikjum - eitthvað sem þessar amerísku segja að sé bara fyrir Kindergartners GetLost. Þær kunna flestar að "put on make-up" og hafa mest gaman af því að klæða sig upp og mála sig og þess háttar, eitthvað sem Eva Dröfn nennir ekki mikið að spá í strax (nema varalitastríð við Andreu frænku sína Wink). Ég er rosalega ánægð með að hún hafi fundið stelpu sem er ennþá stelpa, ekki orðin Tween eins og það heitir hérna.

MuffinskakanEva Dröfn fékk að velja "eitthvað gott með kaffinu" til að bjóða upp á á playdatinu og hún valdi þessi girnilegu möffins Pinch. Þetta var borðað með bestu lyst og stuttu seinna fór Lissa heim (kannski sem betur fer Tounge.

Undri og Kara fóru að sjá Hellisbúann núna seinnipartinn, Kara vildi endilega koma með þó svo við vöruðum hana við því að hún myndi líklega ekki skilja mikið. Verður gaman að sjá hvað henni finnst.

Nú þarf ég að fara að læra fyrir skriflega ökuprófið - sem ég ætlaði að losna við. Ég slepp víst ekki svo vel því við fáum ekki tryggingu á bílinn nema ég sé með ökuskírteini gefið úr í NY fylki. Ég kyngi því bara - ekki vil ég lenda í sama dramanu og Brittney Spears og missa forræði yfir börnunum mínum af því ökuskírteinið er ekki gilt Sideways (eða þannig sko).

Knús og kram,
Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss já, reyndu nú endilega að forðast að lenda í því sama og Britney :S

Marta (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 20:10

2 identicon

    Æji ég vona að þú farir  að jafna þig á flensunni ekki það skemmtilegast í heimi.        

    Ps. þessar möffins eru veruleg undarlegar í útliti get ekki sagt annað hvað er eiginlega ofan á þeim

Kossar Hulda  

Hulda (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:11

3 identicon

Hæ Birgitta mín.

Ekki gott að þú sért lasin...þú verður nú að vera orðin hress á miðvikudaginn....ferðu ekki annars með börnunum út að sníkja nammi...í búning og alles....
Hérna er allavega allt í undirbúningi fyrir Halloween, verðið að skreyta húsið og velja búninga.

Hafið það gott

Maria Rebekka (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:57

4 identicon

Eins gott að vera með gilt skírteini!  Annars fannst mér skriflega prófið frekar erfitt í Baltimore.  Þar var þetta í tölvu og þú fórst í svona hraðaspurningar.  Gast ekki geymt spurningu heldur þurftir bara að massa þetta áfram.  Hvað ætli hefði komið fyrir Britney ef hún hefði actually fallið á prófinu???

Edda (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:15

5 identicon

hæ elsku birgitta!

mikið skemmtilegt og undralegt að lesa um þig í 'ríkuni. 

kveðja frá yndlandinu

axel

ps. til hamingju!  við eignuðumst litlustu frænku þína í fyrradag...!  hún er kölluð mandala.  skilaði innilegri kveðju til guðmundar og barnana. vona að heilsan hagi sér sem skyldi ! 

Axel (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband