Halloween

Ætla að byrja á að benda ykkur á fullt af Halloweenmyndum í albúmi merktu Halloween.

Við lögðum lokahönd á skreytingarnar í fyrrakvöld. KóngulóarvefurVið höfðum ætlað að missa okkur í skreytingunum og vorum búin að kaupa tonn af dóti til að skreyta með en húsið okkar er svo stórt að það var rétt að við náðum að  skreyta kringum útidyrnar.  Við bættum örlítið við í  gærkvöldi  og létum þar við sitja.Allt í flækju
Börnin áttu mjög erfitt með að festa svefn í fyrrakvöld og ekki gekk þeim betur að sofa nóttina. Spenningurinn var svo mikill að allir voru vaknaðir um 6 leytið.

Kara eskimóastelpaKara fór sem eskimóastelpa, Árni Reynir var Darth Vader og Eva Dröfn var norn.
Káta norninMyndin af Evu Dröfn er tekin á Halloween Parade sem var í skólanum hennar um morguninn. Allir krakkarnir í skólanum trilluðu í halarófu um skólalóðina með kennurunum sínum, rosalega sniðugt og mikið fjör. 

Krakkarnir voru mjög kátir þegar þau komu heim og ánægð með skóladaginn, lítið um kennslu og besta af öllu - ekkert heimanám Wink.

Krakkarnir kíktu aðeins í bæinn með pabba sínum á meðan mamman mallaði kvöldmat (reyna að fylla litla maga svo þau myndu ekki borða yfir sig af sælgæti) og gaf litlum púkum, nornum, prinsessum, álfum og seiðkörlum Treats. Á leiðinni í Trick or TreatTreatið okkar var auðvitað íslenskt, allir fengu þrista og ég verð að segja að sumir voru hálf skeptískir Tounge.
Um kvöldið fór Kara á röltið með sínum vinum, ekkert fjör að vera með gömlu hjónunum og "litlu" börnunum Tounge. Á röltinuÁrni Reynir ákvað að hvíla Darth Vader og gerðist Storm Trooper, Mamman var Svarthetta, Eva Dröfn var vampírunorn og pabbinn var Hinn Illi sjálfur.
Veðrið í gærkvöldi var alveg yndislegt, svo hlýtt að við þurftum engar yfirhafnir (nema skikkjurnar okkar) og blankalogn. Við röltum um hverfið og börnin bönkuðu uppá og göluðu "Trick or Treat". Flestir voru alveg í gírnum, fullorðnir og börn í búningum að útdeila sælgæti. Sums staðar var þó greinilega ekki mikil gleði yfir þessum degi, dregið fyrir alla glugga, öll ljós slökkt en maður sá sjónvarpsglampann í stofunni og bílana í innkeyrslunni Pouty en það er bara þannig.Trick or Treat
Við vorum mest hissa á einum nágranna okkar, hann var búinn að skreyta húsið sitt um miðjan september - rosalega draugalegt og flott. Svo í gærkvöldi var búið að slökkva á öllum skreytingum og húsið dimmt og drungalegt. Börnin trítluðu samt að dyrunum og ætluðu að hringja bjöllunni en þegar þau nálguðust dyrnar heyrðist hrikalega hátt gelt. Í lítilli girðingu við hliðina á útidyrunum var risastór shefferhundur sem var alveg trítilóður.
Krökkunum brá svo rosalega og þau urðu eiginlega bara dauðhrædd greyin og versta við allt saman að það voru engin Treats í boði. Nágranninn hefur greinilega verið kominn með nóg af Halloween þetta árið.


Í heildina var þetta frábær dagur og börnin rosalega ánægð með að hafa fengið að upplifa alvöru, ameríska Hrekkjavöku. Nú flæðir allt í sælgæti hérna, liggur við að það muni duga fram að jólum!

Knús og kossar,

Birgitta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað það er frábært að fá svona trikkortrítsögu frá fyrstu hendi, og myndirnar auðvitað bara snilld!

Marta (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:34

2 identicon

Hæ hæ

Greinilega verið alvöru Amerískt halloween hjá ykkur...frábært...flott húsið og börnin og allt saman. Hjá okkur var líka mikið fjör og ég var farin að sitja bara niðri við hurðina því það var stöðugt hringt....hehe...en voðalega gaman...krakkarnir fóru út að sníkja og fengu alveg full af nammi...og eggjum reyndar líka...þ.e. þau kasta hráum eggjum ef þau fá ekki nammi...en þau eru aðallega að kasta í hvort annað sýndist mér. Svo í dag sér maður eggjaslóðina eftir þau hehe

Maria (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 17:10

3 identicon

Hæ, hæ, svakalega flottar myndir af Halloween hjá ykkur... ég gleymdi bara sem snöggvast að ég átti að vera að læra... hehe... mjög hressandi að kíkja hér við annað slagið...baráttukveðjur,

Sigga Þ. (Kennó...:-)

Sigga Þórðar (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband