Mest lítið að frétta

Lífið gengur bara sinn vanagang.

AfraksturinnVinkona Köru búin að vera í heimsókn síðan á fimmtudaginn og helgin búin að fara í að snattast með þér stöllur um New York. Þær misstu reyndar af Hairspray sýningu á Broadway vegna þess að stage hands (vantar íslenska þýðingu á þetta starfsheiti takk) eru í verkfalli. Þær voru nú ekki í vandræðum með að finna sér eitthvað annað að gera og versluðu bara eins og óðar væru.

Heimsóknin fór að mestu leyti í að skoða allar búðir nágrennisins, mollið fékk góða yfirferð og svo var reyndar kíkt í bíó og á vaxmyndasafnið, horft á nokkrar DVD myndir, flissað, hlegið og vakað frameftir Tounge.

Við hin bara í rólegheitum á meðan að spila, Árni og kassaskrímsliðleika með pappakassa Kissing, horfa á Svamp Sveinsson maraþon, læra, læra og læra og lítið annað.
Keyptum reyndar vetrarföt á börnin, það er nefnilega orðið ansi kalt hérna. 1° í mínus hérna er eins og 5° í mínus heima á Íslandi og hitinn er búinn að vera kringum frostmark á morgnana og seinnipartinn alla vikuna.

Framundan er mikil vinnutörn hjá mér, stórar ritgerðir að skila og próflestur að byrja. Thanksgiving er núna 22.nóvember og þá verða mamma og pabbi á leiðinni til okkar - það mun sko verða íslensk Thanksgiving hátíð hérna á Krossgötunni Happy, mikil tilhlökkun í lofti vegna þess!

Held ég setji bara punktinn hérna, ekkert að frétta bara ég að blaðra Wink.

Myndir í nóvemberalbúminu.

Birgitta

Grein

Gleymdi alveg að segja frá því að um daginn hrökk ég upp úr tölvuskjánum við þvílíkan hávaða og læti. Gekk hérna um allt að leita að ástæðunni og fann hana á - eða eiginlega í - veröndinni bakvið hús.

Það er ansi hátt tré sem stendur upp við gaflinn á húsinu, greinilegt að ein greinin hefur gefið upp öndina og tak sitt á lífinu og látið gossa.

B


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óttalega er Ævintýraskógurinn orðinn grár og gugginn, maður verður bara myrkfælinn við að skoða þessar myndir!

Marta (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 22:42

2 identicon

hæhæ :D sakna ykkar allra svo mikið ;) og það var svo gaman að fá Gumma í heimsókn. vona að ég geti komið bráðum í heimsókn til ykkar :) 

p.s

ég náði bóklega ökuprófinu mínu :D yay fyrir mig  

Sól Frænka (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband